„Kaldidalur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Islande Kaldidalur Langjokull.jpg|thumb|right|Séð til [[Langjökull|Langjökuls]] af Kaldadal.]]
'''Kaldidalur''' er [[fjallvegur]] sem liggur frá [[Reyðarvatn]]i innan [[Lundarreykjadalur|Lundarreykjadals]], milli [[Langjökull|Langjökuls]] og [[Ok]]s til efstu bæja í [[Hálsasveit]], innan við [[Húsafell]], og síðan má halda áfram um [[Stórisandur|Stórasand]] til Norðurlands.
 
Hæsti hluti Kaldadalsvegar, Langihryggur, er í 727 metra hæð yfir sjó og er Kaldidalur því einn hæsti fjallvegur landsins. Vegurinn er fær flestum bílum nokkra mánuði á hverju sumri. Hann var ruddur sumarið [[1830]] að frumkvæði [[Fjallvegafélagið|Fjallvegafélagsins]], sem [[Bjarni Thorarensen]] amtmaður stýrði. Bílfær vegur var fyrst lagður um Kaldadal rétt fyrir [[1930]] og var það þá eini bílfæri vegurinn milli Suður- og Norðurlands því vegur var ekki kominn fyrir [[Hvalfjörður|Hvalfjörð]].
 
Kaldidalur var fjölfarinn áður fyrr, ekki síst milli [[Þingvellir|Þingvalla]] og uppsveita Borgarfjarðar, en Norðlendingar notuðu hann einnig, meðal annars þegar þeir riðu til þings. Sunnarlega á dalnum er [[beinakerling]], varða sem ferðamenn stungu áður mismunandi klúrum vísum í. Á Kaldadal er Skúlaskeið, grýttur og erfiður kafli og er um hann sú þjóðsaga að maður sem Skúli hét hafi verið dæmdur til dauða á Alþingi fyrir einhverjar sakir en sloppið á hesti sínum, Sörla, og tekist að sleppa undan þeim sem hann eltu þegar hann reið þarna yfir. Um þetta orti [[Grímur Thomsen]] kvæðið ''Skúlaskeið''.
 
[[Flokkur:Borgarfjarðarsýsla]]