„Hafnarfjall“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Scandium2 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Hafnarfjall''' er um það bil 4 km suðaustur af [[Borgarnes|Borgarnesi]], nálægt [[Þjóðvegur 1|Vesturlandsvegi]]. Fjallið, sem er 844 m hátt, gnæfir yfir Borgarnes, handan [[Borgarfjörður|Borgarfjarðar]], og sést víða að. Fjallsins er getið í [[Landnámabók]] (Hafnarfjöll) og náði hið víðlenda landnám [[Skallagrímur Kveldúlfsson|Skallagríms]] að því.
 
Hafnarfjall er snarbratt, skriðurunnið og hlíðarnar gróðurlausar. Það er hluti eldstöðvar sem var virk fyrir fjórum milljónum árum við [[Skarðsheiði]]. Það er að mestum hluta myndað úr [[blágrýti]], en í norðurhlíð fjallsins finnast þó ljósleit klettanef úr [[granófýr|granófýri]] sem heita Flyðrur. Þar ofan við er hæsti tindur fjallsins, Gildalshnúkur. Um það bil þrjá tíma tekur að ganga á Hafnarfjall. og er þægilegast að ganga á það að norðan ofan [[Borgarfjarðarbrú|Borgarfjarðarbrúarinnar]] eða sunnan frá brekkurótum norðan [[Ölver|Ölvers]].
 
Undir fjallinu er [[Hafnarskógur]], ræktaður [[Birki|birkiskógur]] sem er talinn einn af merkari skógum landsins.{{heimild vantar}} Vindasamt er undir Hafnarfjalli og þar verða oft varhugaverðir sviptivindar.
Lína 12:
* {{vefheimild|url=http://vesturland.is/Afthreyingogstadir/Ahugaverdirstadir|titill=Vesturland - Afþreying og staðir|mánuðurskoðað=8.júlí|árskoðað=2010}}
* {{bókaheimild|höfundur=Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal|titill=Landið þitt Ísland, H-K|útgefandi=Örn og Örlygur|ár=1982|ISBN=}}
* {{bókaheimild|höfundur=Björn Hróarsson|titill= Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar|útgefandi=Mál og menning|ár=1994|ISBN= 9979-3-0657-2}}
 
{{stubbur|landafræði|Ísland}}