„Kendra Wilkinson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Selmam93 (spjall | framlög)
Lína 32:
Kendra hitti [[Hugh Hefner]] í 78 ára afmælisveislu hans í apríl 2004, þar sem hún hafði verið ráðin sem ein af „máluðu stelpunum“ (konur sem eru alveg naktar nema það eru málaðir skartgripir og þess háttar á þær). Hefner hafði greinilega séð myndina hennar, sem var tekin af Kim Riley, á faxtæki á Playboy setrinu og vildi vita hver hún væri. Stuttu eftir að þau hittust bar Hefner Kendru að verða ein af kærustunum hans og hún flutti inn á Playboy setrið ásamt hundunum sínum, Raskal og Martini.
 
Hún var meðlimur í raunveruleikaþættinum „The Girls Next Door“ sem var sýndur á E! sjónvarpstöðinni en hann fylgdist með lífi þriggja þáverandi kærasta Hefners: KendurKendru Wilkinson, [[Holly Madison]] og [[Bridget Marquardt]]. Hún flutti út af setrinu árið 2009 eftir að hún kynntist núverandi eiginmanni sínum, Hank Baskett, og er núna með sinn eigin raunveruleikaþátt á E! sem heitir „Kendra“. Fyrsta þáttaröðin var um hana að lifa lífinu upp á eigin spýtur og skipulagningu brúðkaupsins.
 
Wilkinson hefur byrstbirst í nokkrum þáttum eins og [[Las Vegas (sjónvarpsþáttur)|Las Vegas]] og [[Entourage]]. Hún kom einnig fram í tónlistarmyndbandi [[Akon]]s við lagið „Smack That“. Á meðan upptaka mynbandsins stóð yfir, hellti [[Eminem]] flösku af vatni á hausinn á henni, þó að þau hafi sæst síðar. Árið 2006 birtist hún í „Playboy Special Editions Sexy 100“. Árið 2007 birtist hún í tónlistarmynbandi við lagið „Rockstar“ með hljómsveitinni [[Nickelback]], ásamt Holly og Bridget. Hún hafði einnig lítið hlutverk í [[Scary Movie 4]].
 
Kendra hefur sagt að hana langi að verða nuddari eða leiklýsandi. Í desember 2005 fór hún að blogga reglulega í dálk á vefsíðu „The Philadelphia Eagles“, liðið sem móðir hennar var atvinnuklappstýra fyrir og eiginmaður hennar leikur fyrir.
 
Kendra „leikur“ núna í þáttunum ''Kendra'', sem einblína á líf hennar eftir að hún yfirgaf Playboy setrið og trúlofaðist fótboltakappanum Hank Baskett. ''Kendra'' fór í loftið þann 7. júní 2009 og sló áhorfendamet stöðvarinnar og var vinsælasti raunveruleikaþáttur stöðvarinnar síðan ''[[The Anna Nicole Show]]'' byrjaði árið 2002. E! hafði gefið grænt ljós á átta þætti. Hún vinnur núna að annarri þáttaröðinni sem fór af stað í mars 2010.
 
Árið 2007 kom Hank Baskett fram í þætti af ''WWE Raw'' með Bridget Marquardt.