„Hraun (Fljótum)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Hraun í Fljótum''' er bær í Fljótum í Skagafirði, ysti bær í héraðinu að austan. Ysti bærinn í vestanverðri Skagafjarðarsýslu, yst á [[...
 
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hraun í Fljótum''' er bær í [[Fljót|Fljótum]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]], ysti bær í héraðinu að austan. Ysti bærinn í vestanverðri Skagafjarðarsýslu, yst á [[Skagi (Norðurland)|Skaga]], heitir einnig [[Hraun á Skaga|Hraun]] en sá er munur að þar er nafnið í eintölu en hér er það haft í fleirtölu. Bæirnir liggja álíka norðarlega en Hraun á Skaga þó aðeins utar.
 
Frá Hraunum er góð útsýn um Fljótin og yfir Skagafjörð. Bærinn stendur í brekku fyrir ofan [[Miklavatn (Fljótum)|Miklavatn]] og milli þess og sjávar er langur grandi sem kallast Hraunamöl. Norðan við hana er vik er nefnist Hraunakrókur. Þar var drepinn [[hvítabjörn]] sem gekk á land á Hraunum árið [[1870]]. Þjóðleiðin til [[Siglufjörður|Siglufjarðar]] lá og liggur enn framhjá Hraunum - áður upp Hraunadal um [[Siglufjarðarskarð]] en nú um [[Almenningar (Siglufjarðarvegi)|Almenninga]] og [[Strákagöng]] - og þar var því mjög gestkvæmt fyrr á tíð. Seint á 19. öld var komið þar á fót verslun sem síðar fluttist þó til [[Haganesvík]]ur.
 
Á Hraunum var löngum stórbýli, enda fylgja jörðinni ýmis hlunnindi, svo sem veiði í Miklavatni og æðarvarp. Einna þekktastur Hraunsbænda á síðari öldum er [[Einar Baldvin Guðmundsson]] (1841-1910), alþingismaður og kaupmaður. Hann var þríkvæntur og átti fjölda barna og kallast afkomendur hans Hraunaætt.