„Heiðarvíga saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Heiðarvíga saga''' er ein [[Íslendingasögur|Íslendingasagnanna]] og er talin vera ein hin elsta þeirra. Þar segir frá afkomendum [[Egill Skallagrímsson|Egils Skallagrímssonar]] og langvarandi deilum og átökum Borgfirðinga og Húnvetninga, sem náðu hámarki í bardaga á heiðinni [[Tvídægra|Tvídægru]], en af honum dregur sagan nafn. Hún hefur stundum verið kölluð ''Víga-Styrs saga og Heiðarvíga''.
 
Sagan er illa varðveitt. Á 17. öld virðist hún aðeins hafa verið til í einu [[skinnhandrit]]i og barst það til [[Svíþjóð]]ar [[1683]]. Fyrri hluta sögunnar fékk [[Árni Magnússon]] prófessor svo lánaðlánaðan, en 12 blaðsíður urðu eftir í Svíþjóð. Fyrri hlutinn brann svo í [[Bruninn í Kaupmannahöfn árið 1728|brunanum í Kaupmannahöfn]] árið [[1728]]. [[Jón Ólafsson fráúr Grunnavík]], aðstoðarmaður Árna Magnússonar, hafði skrifað söguna upp á pappír nokkrum mánuðum fyrir brunann. Pappírshandritið brann einnig en Jón skrifaði svo fyrri hluta sögunnar upp eftir minni. Þess vegna hefst sagan nú á setningunni „Atli stóð í dyrum úti og var hann veginn af manni nokkrum“, en Jón mundi ekki hver Atli þessi var eða hvernig hann tengdist efni sögunnar að öðru leyti. Eitt blað hafði þó vantað í skinnhandritið þegar sagan var seld til Svíþjóðar, og var það talið að fullu glatað en kom í leitirnar í handritasafni [[Landsbókasafn Íslands|Landsbókasafnsins]] um miðja 20. öld. Var það komið norðan úr [[Öxnadalur|Öxnadal]].
 
Í sögunni kemur fyrir setningin „þar launaði ég þér lambið gráa“, sem unglingurinn Gestur Þórhallason sagði þegar hann drap [[Víga-Styr]], sem hafði vegið Þórhalla föður Gests og boðið honum grátt hrútlamb í föðurbætur. Er þaðan komið orðtakið „að launa einhverjum lambið gráa“.