„Tjörnin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Breyti: fr:Tjörnin
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Tjörnin, Reykjavik.jpg|thumb|Tjörnin, spegilslétt í febrúar 2007]]
'''Tjörnin''' (eða '''Reykjavíkurtjörn''') er grunnt [[stöðuvatn]] í [[Miðbær Reykjavíkur|miðbæ]] [[Reykjavík]]ur. Vatnið í Tjörnina kemur úr [[Vatnsmýrin]]ni sunnan við hana og rennur úr henni um [[Lækurinn (Reykjavík)|Lækinn]] sem rennur undir [[Lækjargata|Lækjargötu]] til sjávar í víkinni. Við Tjörnina standa margar merkilegar byggingar, þar á meðal [[Ráðhús Reykjavíkur]], [[Iðnaðarmannahúsið]], [[Tjarnarskóli]], [[Listasafn Íslands]] og [[Fríkirkjan í Reykjavík]]. Við Tjörnina er einnig [[Hljómskálagarðurinn]], eini [[lystigarður]]inn í miðborg Reykjavíkur. Í og við Tjörnina er mikið [[fugl]]alíf. Vinsæl afþreying hjá foreldrum með ung börn er að fara niður að Tjörn og „gefa öndunum“ (þ.e. brauðmola).
 
 
Í og við Tjörnina er mikið [[fugl]]alíf. Vinsæl afþreying er að fara niður að Tjörn og „gefa öndunum“ brauðmola.
== Hólmarnir í Tjörninni ==
Tveir [[Hólmi (landslagsþáttur)|hólmar]] eru í Tjörninni. Annar þeirra er í suðurenda tjarnarinnar, en hinn, sem er í norðurhlutanum, og mest ber á frá miðborginni séð, gengur venjulega undir nafninu ''Tjarnarhólminn''. Í Tjarnarhólmanum hefur löngum verið varp. Um miðja [[19. öld]] var hólminn notaður sem miðpunktur í hringekju sem svo var kölluð. Segir svo frá henni í [[Lesbók Morgunblaðsins]] [[1933]]:
{{Tilvitnun2|Hólminn í Tjöminni var þá aðeins lítil grjóthrúga og má nokkuð ráða um stærð hans af því, að menn notuðu hann til þess að hafa í honum nokkurs konar hringekju (Karusel). Hann hafði því að þessu leyti allmikla þýðingu fyrir bæjarbúa, vegna þess, að þar fór fram ein af aðalskemtunum þeirra að vetrinum til, einkum á kvöldum, þegar ísar voru á tjörninni. Hringekjunni hafa menn lýst þannig: Stöng ein var reist í miðjum hólminum; efst á henni var þverslá ein og náði hún á báða vegu 3—4 álnir út yfir flatarmál hólmans; niður úr öðrum enda slárinnar hékk reipi og var sleði bundinn við það; tjald var yfir sleðanum og logaði ljós á lampa þar inni. Á sleðanum sátu börn og unglingar, enda oft eldra fólk, sem lét aka sér hringinn í kringum hólmann með því að rammefldir karlmenn gengu á hinn enda slárinnar og ýttu sleðanum þannig áfram. Fargjaldið var 2 skildingar fyrir börn og 4 skildingar fyrir hvern fullorðinn farþega nokkrar hringferðir í senn, uns um var skift og ný áhöfn kom í stað þeirrar er áður var.|Lesbók Morgunblaðsins|<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3270908 Tjrnarhólminn; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1933]</ref>}}
 
Seinna var borið grjót í hólmann og hann stækkaður og lagðist þá hringekjan af. Hann var síðan tyrfður um 1870 og hafði Jakob Sveinsson og fleiri Reykvíkingar endur sínar þar á sumrin, svo að þær hefðu betra næði til að verpa eggjum sínum. Viltar endur eða aðrir fuglar sáust þá sjaldan eða aldrei við tjörnina.
 
== Hús Rauða krossins ameríska ==
Lína 30 ⟶ 35:
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=435610&pageSelected=2&lang=0 ''Fuglar sáust þar aldrei''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1988]
* [http://www.timarit.is/?issueID=409058&pageSelected=4&lang=0 ''Fuglarnir og Tjörnin''; smágrein í Morgunblaðinu 1942]
* [http://www.snerpa.is/net/thjod/rvk-tj. ''Reykjavíkurtjörn''; úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar; af Snerpu.is]
{{Commonscat}}