„Sýningargrein á Ólympíuleikum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Sýningargrein á Ólympíuleikum''' er íþróttakeppni sem fram fer í tengslum við Ólympíuleika og er hluti af hinni formlegu dagskrá þeirra, en hefur ...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sýningargrein á Ólympíuleikum''' er íþróttakeppni sem fram fer í tengslum við [[Ólympíuleikarnir|Ólympíuleika]] og er hluti af hinni formlegu dagskrá þeirra, en hefur þó ekki stöðu formlegrar keppnisgreinar og sigurvegararnir teljast ekki Ólympíuverðlaunahafar. Greinar hafa einkum verið valdar sem sýningaríþróttir af tveimur ástæðum. Annars vegar í reynsluskyni, með það í huga að þær geti í fyllingu tímans orðið fastir liðið á dagskrá leikanna. Hins vegar getur verið um að ræða greinar sem njóta sérstakra vinsælda í því landi sem heldur Ólympíuleikana hverju sinni.
 
== Upphaf sýningargreina ==
 
Hugtakið sýningargrein á Ólympíuleikum varð ekki til fyrr en á [[Sumarólympíuleikarnir 1912|Stokkhólmsleikunum 1912]]. Þá var samþykkt að heimila keppni í tveimur greinum, [[hafnarbolti|hafnarbolta]] og [[glíma|íslenskri glímu]], í tengslum við sjálfa leikana.
 
Hafnarbolti var þá glæný íþrótt í [[Svíþjóð]] og höfðu iðkendur hennar hug á að nýta tækifærið úr því að von væri á stórum hópi [[Bandaríkin|bandarískra]] íþróttamanna til landsins, koma á æfingarleik og kveikja áhuga heimamanna. Sú ákvörðun að leyfa glímunni að vera með skýrist af frændrækni Svía í garð [[Ísland|Íslendinga]], sem sóttu það stíft að fá að sýna glímu. Glíman og hafnarboltinn fengu því að vera hluti af hinni opinberu dagskrá leikanna án þess að vera þar formlegar keppnisgreinar.
 
Alþjóðaólympíunefndin fundaði samhliða leikunum í Stokkhólmi og tókst þar á við það flókna verkefni að greiða úr skrám yfir keppendur og verðlaunahafa frá fyrri leikum. Einkum voru [[Sumarólympíuleikarnir 1900|leikarnir 1900]] og [[Sumarólympíuleikarnir 1904|1904]] mikill höfuðverkur, þar sem þeir voru haldnir yfir langt tímabil samhliða heimssýningum og lítill greinarmunur verið gerður á hvort um Ólympíukeppni eða almenna íþróttasýningu væri að ræða.
 
Á þessum fundum var ákveðið afturvirkt hvaða úrslit skyldu færð inn í opinberar bækur Ólympíuhreyfingarinnar. Þannig var til að mynda ákveðið að sigurvegararnir í [[ruðningur|ruðningi]], [[póló]] og [[knattspyrna|knattspyrnu]] á Parísarleikunum 1900 skyldu teljast fullgildir Ólympíumeistarar, en að [[flugdreki|flugdrekafimi]], [[loftbelgur|loftbelgjaflug]], [[jeu de paume]] og [[bréfdúfa|bréfdúfukeppni]] þessara sömu leika skyldu teljast sýningargreinar.
 
 
[[Flokkur:Ólympíuleikar]]