„Sumarólympíuleikarnir 1952“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 60:
 
Íþróttin Pesäpallo var sýningargrein á leikunum. Það er afbrigði af [[hafnarbolti|hafnarbolta]] sem er nær einvörðungu spilað í Finnlandi og af fólki af finnskum uppruna annars staðar í heiminum.
 
== Þátttaka Íslendinga á leikunum ==
 
[[Ísland|Íslendingar]] lögðu ríka áherslu á að koma [[glíma|glímunni]] inn á dagskrá Ólympíuleikanna sem sýningargrein. Ekki var orðið við þeim óskum, en glímuflokkur á vegum [[Glímufélagið Ármann|Ármanns]] hélt þó til Helsinki og sýndi íþróttina þar í borg á sama tíma og leikarnir fóru fram.
 
Knattspyrnumenn höfðu hug á að taka þátt á leikunum, enda fullir sjálfstrausts eftir óvæntan 4:3 sigur á Svíum á [[Melavöllurinn|Melavellinum]] 1951. Kostnaður við slíkt ævintýri reyndist þó að lokum of mikill. Einnig var hætt við að senda [[sund (hreyfing)|sundfólk]] á leikana af sömu ástæðu.
 
Níu frjálsíþróttamenn kepptu fyrir Íslands hönd, allt karlar. Það voru [[hlaup|hlaupararnir]] Ásmundur Bjarnason, Pétur Fr. Sigurðsson, Guðmundur Lárusson, Hörður Haraldsson, Ingi Þorsteinsson og Kristján Jóhannsson. [[Stangarstökk|Stangarstökkvarinn]] Torfi Bryngeirsson og [[kringlukast|kringlukastararnir]] Friðrik Guðmundsson og Þorsteinn Löve.
 
Tíundi íþróttamaðurinn var [[tugþraut|tugþrautarkappinn]] [[Örn Clausen]]. Miklar vonir voru bundnar við þátttöku hans, en Örn tognaði illa eftir að til Helsinki var komið og gat því ekki tekið þátt. Kristján Jóhannsson setti eina Íslandsmetið á leikunum þegar hann náði 26. sæti í 10.000 metra hlaupi. Aðrir keppendur voru nokkuð frá sínu besta.
 
Árangurinn olli verulegum vonbrigðum á Íslandi, þar sem væntingarnar höfðu verið mjög miklar.
 
== Verðlaunaskipting eftir löndum ==