Munur á milli breytinga „Hljómsveit“

378 bætum bætt við ,  fyrir 14 árum
Á [[klassík|klassíska]] tímbalinu komu fram ný hljóðfæri á borð við [[píanó]] og [[klarinett]]. Þau urðu vinsæl og fengu öruggt sæti í sinfóníuhljómsveitinni, einnig fjölgaði fiðlum og ýmsum hljóðfærum og önnur hljóðfæri bættust í hópin. Sinfóníuhljómsveit var um 40 manns á klassíska tímabilinu.
 
Undir lok klassíska tímabilsins eða um miðja [[19. öld]] átti [[Beethoven]] stóran þátt í að stækka hljómsveitina og undirbúa [[rómantík|rómantísku]] hljómsveitina. Beethoven tók í notkun málmblásturshljóðfæri eins og básúnu og gaf þeim soloparta sem hafði ekki tíðkast áður. Einnig fékk bassaklarinett solopart ásamt því að fjölga hljóðfærum til að magna styrk þeirra. Á rómantíska tímabilinu komu þá fram flest hljóðfærin og stækkaði hljómsveitin um vel helming. Endanleg mynd kom á [[Frakkland|franska]] hornið, túban kom fram á sjónarsviðið, [[England|enskt]] horn og harpan fengu líf. Hljómsveitin stækkaði og bæði komu ný hljóðfæri og fjöldi fyrri hljóðfæra jókst. Þessi þróun tók mikið stökk með Sálumessu Hector Berlioz, en um 150 manna sinfóníuhljómsveit ásamt yfir 250 manna kór flumflutti verkið. Berlioz var einnig fyrsta tónskáldið sem samdi beint á blað fyrir sinfóníuhljómsveitina og var mesti frumkvöðull rómantíska tímabilsins í hugmyndaríkri notkun á bæði nýjum og gömlum hljóðfærum. Um [[1900]] kom fram stærsta mynd hljómsveitarinnarsinfóníuhljómsveitarinnar og voru þá 171 hljóðfæraleikarar og 850 söngvarar í bæði kór og einsöng í 8. sinfóníu [[Mahler|Mahlers]]. uppröðun sinfóníuhljómsveitarinnar hefur ekki verið breytt eftir þetta en hefur hún verið í mismunandi stærðum og gerðum innan þess sem áður hefur komið fram.
 
[[Flokkur:Tónlist]]
Óskráður notandi