„Hljómsveit“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
== Sinfóníuhljómsveit ==
 
[[Sinfóníuhljómsveit]] er hljómsveit fjölmennari en tuttugu og inniheldur bæði klassísk [[Blásturshljóðfæri|blásturs-]] og [[strengjahljóðfæri]] að auki slagverks. Sveitir fjölmennari en um fimmtán og innihalda aðeins strengjahljóðfæri eru kallaðar [[strengjasveit]]ir og sveitir fjölmennari en um fimmtán og innihalda aðeins [[blásturshljóðfæri]] eru kallaðar [[lúðrasveit]]ir. Það má segja að sinfóníuhljómsveit sé í raun sambræðingur strengja- og lúðrasveita þótt lúðrasveitir séu oftast fjölmennari en blásaraflokkurinn í sinfóníuhljómsveit, en það er vegna hljóðstyrks blásturshljóðfæra, sem er mun meiri heldur en hljóðstyrkur strengjahljóðfæra.
 
Saga sinfóníuhljómsveitarinnar á rætur sínar að rekja til lok 17. aldarinnar eða [[barokk]] tímabils klassískrar tónlistar. Á barokk tímabilinu komu fram fyrstu drög að föstum hljómsveitum, áður höfðu yfirleitt hljóðfærin spilað sjálfstætt eða bara í þeim hópum sem hentaði hverju sinni. Tvær megingerðir voru á barokk hljómsveitum, annars vegar minni sveitir sem voru 8-14 manns og hinsvegar stærri sveitir sem voru um 20 manns. Þetta voru þá yfirleitt tvær fiðlur, lágfiðla, cello, contrabassi, fagott og sitthvað fleira en umfram allt var yfirleitt orgel eða semball.