„Reykjalínsætt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Lagfærði tengil.
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Jón var sonur hjónanna Jóns Þorvarðarsonar ([[1763]] – [[1848]]) prests og Helgu Jónsdóttur ([[1761]]-[[1846]]). Jón Reykjalín var aðstoðarprestur í [[Glæsibær|Glæsibæ]] í [[Kræklingahlíð]] í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]] frá [[1810]] til [[1817]] og sóknarprestur þar frá [[1817]] til [[1824]]. Hann var síðan prestur á [[Fagranes]]i á [[Reykjaströnd]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]] og á [[Ríp]] í [[Hegranes]]i. Áður en hann hlaut prestsskap var hann bóndi í [[Tunga (Svalbarðsströnd)|Tungu]] á [[Svalbarðsströnd]] og ræktaði þar [[Kartafla|kartöflur]], fyrstur manna í Suður-Þingeyjarsýslu.
 
Sigríður Snorradóttir ([[1772]] – [[1847]]) giftist Jóni [[2. maí]] [[1810]]. Hún var dóttir séra Snorra Björnssonar ([[1744]] – [[1807]]) bónda á [[Hjaltastaðir (Blönduhlíð)|Hjaltastöðum]] í Skagafirði og Steinunnar Sigurðardóttur ([[1734]] – [[1808]]) konu hans. Þegar Sigríður dó kvæntist Jón aftur, Helgu Guðmundsdóttur (f. [[1803]]) en þeim varð ekki barna auðið.
 
Elsti sonur Jóns og Sigríðar, Jón, var faðir Jóhannesar Jónssonar Reykjalín sem [[Kussungsstaðaætt]] er komin af. Hún telst því vera kvísl af Reykjalínsætt.