„Kennaraháskóli Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
== Saga ==
 
Kennaraskóli Íslands var stofnaður með lögum árið [[1907]] en kennslan hófst haustið [[1908]] í nýreistu húsi að Laufásvegi 81. Það hús er kallað [[Gamli kennaraskólinn]] og er nú friðað. [[KennarafræðslaKennaramenntun]] á Íslandi hófst í [[Flensborgarskóli|Flensborgarskóla]] í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]] árið 1892, fyrst sem stutt [[námskeið]] og síðar sem viðbótarbekkur við [[gagnfræðaskóli|gagnfræðaskóla]]. Kennaraskólinn var í fyrstu þriggja ára skóli en var lengdur í fjögur ár árið [[1943]]. Við skólann var starfrækt [[æfingadeild]] fyrir [[æfingakennsla|æfingakennslu]] kennaranema. Frá árinu [[1947]] voru [[inntökuskilyrði]] í [[kennaranám]] [[landspróf]] og [[gagnfræðapróf]] en fram að þeim tíma var algengt að nemendur kæmu í skólann eftir eitt eða tvö ár í [[héraðsskóli|héraðsskóla]], gagnfræðaskóla eða öðrum framhaldsskólum. Auk þess mátti ljúka kennaranámi á einu ári eftir [[stúdentsspróf]] og var það gert í sérstakri stúdentsdeild.
 
Fyrsti áfangi nýbyggingar Kennaraháskólans við [[Stakkahlíð]] var tekinn í notkun árið [[1962]]. Á lóð skólans var reistur [[barnaskóli]] sem tók við hlutverki æfingadeildarinnar. Hann hét áður [[Æfinga- og tilraunaskóli Kennaraháskóla Íslands]] en heitir nú [[Háteigsskóli]] og er einn af grunnskólum [[Reykjavík|Reykjavíkur]] án sérstakra tengsla við Kennaraháskólann. Eftir [[1990]] hefur vaxandi áhersla verið lögð á framhaldsnám og útskrifuðust fyrstu nemendurnir með M.Ed. gráðu árið [[1996]].
 
Nýjar námsbrautir bættust við þegar Kennaraháskólinn, [[Fósturskólinn]], [[Íþróttakennaraskólinn]] og [[Þroskaþjálfaskólinn]] voru sameinaðir í ársbyrjun 1998. Nú erufara umræðurfram viðræður um mögulega sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands.
 
 
== Húsakynni ==