„Öxnadalur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Öxnadalur''' er djúpur [[dalur (landslagsþáttur)|dalur]] í vestanverðum [[Eyjafjörður|Eyjafirði]], inn af [[Hörgárdalur|Hörgárdal]]. Hann er um 25 kílómetra langur frá mynni dalsins við [[Bægisá]] inn að [[Öxnadalsheiði]]. Um hann fellur [[Öxnadalsá]]. [[Hringvegurinn]], [[þjóðvegur 1]], liggur um Öxnadalsheiði og Öxnadal áleiðis til [[Akureyri|Akureyrar]].
 
Öxnadalur merkir eiginlega nautgripadalur eða uxadalur. „Öxn“ er hvorugkynsorð í fleirtölu, þau öxnin, og er gamalt orð um nautpening, skylt uxi. Samkvæmt Landnámabók var Öxnadalur numinn af [[Þórir þursasprengir|Þóri þursasprengi]].
 
Áður fyrr var Öxnadalur sérstakt sveitarfélag, [[Öxnadalshreppur]], en tilheyrir nú [[Hörgárbyggð]].
Lína 8:
Árið [[1952]] hóf skógræktarfélag Eyfirðinga skógrækt utan til í dalnum, í landi Miðhálsstaða, þar sem nú er vöxtulegur skógur.
 
Innsti hluti dalsins er allur í eyði, innstu bæir í byggð eru nú [[Engimýri]] og [[Háls í (Öxnadal)|Háls]]. Á Engimýri er gistiheimili og á Hálsi er veitingahúsið [[Halastjarnan]]. Næsti bær utan við Háls er [[Hraun í Öxnadal|Hraun]]. Þar fæddist skáldið [[Jónas Hallgrímsson]], en fluttist á öðru ári að Steinsstöðum og var þar til 9 ára aldurs. Æskuslóðirnar eru áberandi í skáldskap hans. Stórbrotið landslag er á Hrauni og þar í grennd, með [[Hraundrangi|Hraundranga]] ofan við bæinn og [[Hraunsvatn]]i, þar sem faðir Jónasar drukknaði. Í vatninu er silungsveiði. Á Hrauni er nú safn til minnigar um Jónas. Efsti bær í Öxnadal var Bakkasel sem fór í eyði [[1960]] og var einn af þeim síðustu í innri hlutanum í byggð.
 
==Bæir í Öxnadal==
*[[Bakki í (Öxnadal|Bakki]] – kirkjustaður
*[[Auðnir í (Öxnadal)|Auðnir]]
*[[Árhvammur í Öxnadal|Árhvammur]]
*[[Háls í (Öxnadal)|Háls]]
*[[Engimýri]]
*[[Þverá í (Öxnadal)|Þverá]]
*[[Steinsstaðir]] 1 og 2
*[[Efstaland]]
Lína 24:
Ofan við byggð eru eftirtalin eyðibýli:
*[[Þverbrekka]]
*[[Bessahlöð]] eða [[Bessahlaðir]]
*[[Varmavatnshólar]]
*[[Gil (Öxnadal)|Gil]]
Lína 35:
*[[Skjaldarstaðir]]
*[[Hraunshöfði]]
*[[Hraun í Öxnadal|Hraun]] (húsi haldið við og notað sem safn)
*[[Hólar í (Öxnadal)|Hólar]] (húsi haldið við)
*[[Efstalandskot]]
*[[Miðland]]