„Sumarólympíuleikarnir 1920“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Plakat Ólympíuleikanna í Antwerpen. '''Sumarólympíuleikarnir 1920''' voru haldnir í Antwerpen í Belgíu á tímabil...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
 
Skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Antwerpen varð gjaldþrota í kjölfar þeirra. Fyrir vikið eru minni upplýsingar varðveittar um skipulag og rekstur en um ýmsa aðra leika. Lokaskýrsla leikanna kom ekki út fyrr en 37 árum síðar og höfðu þá ýmis gögn tapast.
 
== Keppnisgreinar ==
 
Keppt var í 154 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.
 
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Image:Athletics pictogram.svg|20px]] [[Frjálsar íþróttir]] (29)
* [[Image:Rowing pictogram.svg|20px]] [[Kappróður]] (5)
* [[Image:Boxing pictogram.svg|20px]] [[Hnefaleikar]] (8)
* [[Image:Cycling (road) pictogram.svg|20px]] [[Hjólreiðar]] (6)
* [[Image:Equestrian pictogram.svg|20px]] [[Reiðmennska]] (7)
* [[Image:Fencing pictogram.svg|20px]] [[Skylmingar]] (6)
* [[Image:Football pictogram.svg|20px]] [[Knattspyrna]] (1)
* [[Image:Gymnastics (artistic) pictogram.svg|20px]] [[Fimleikar]] (4)
{{col-3}}
* [[Image:Weightlifting pictogram.svg|20px]] [[Kraftlyftingar]] (5)
* [[Image:Field hockey pictogram.svg|20px]] [[Hokkí]] (1)
* [[Image:Ice hockey pictogram.svg|20px]] [[Íshokkí]] (1)
* [[Image:Wrestling pictogram.svg|20px]] [[Fangbrögð]] (10)
* [[Image:Tug of war pictogram.svg|20px]] [[Reiptog]] (1)
* [[Image:Figure skating pictogram.svg|20px]] [[Listdans á skautum]] (3)
* [[Image:Modern pentathlon pictogram.svg|20px]] [[Nútima fimmtarþraut]] (1)
* [[Image:Polo pictogram.svg|20px]] [[Póló]] (1)
{{col-3}}
* [[Image:Rugby union pictogram.svg|20px]] [[Ruðningur]] (1)
* [[Image:Swimming pictogram.svg|20px]] [[Sund]] (10)
* [[Image:Diving pictogram.svg|20px]] [[Dýfingar]] (5)
* [[Image:Water polo pictogram.svg|20px]] [[Sundknattleikur]] (1)
* [[Image:Tennis pictogram.svg|20px]] [[Tennis]] (5)
* [[Image:Shooting pictogram.svg|20px]] [[Skotfimi]] (21)
* [[Image:Archery pictogram.svg|20px]] [[Bogfimi]] (10)
* [[Image:Sailing pictogram.svg|20px]] [[Siglingar]] (14)
{{col-end}}
 
== Einstakir afreksmenn ==
 
[[Mynd:Nedo_Nadi.jpg|thumb|left|Nedo Nadi vann til fimm gullverðlauna á leikunum og setti þar með met.]] Keppt var í 29 greinum frjálsíþrótta. Þar af unnu [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]] og [[Finnland|Finnar]] til níu verðlauna hvor þjóð.
[[Frakkland|Frakkinn]] Joseph Guillemot sigraði í 5.000 metra hlaupi og varð annar í 10.000 metrunum, þrátt fyrir að lungu hans hefðu stórskaðast af völdum [[eiturgashernaður|sinnepsgass]] í heimsstyrjöldinni.
Hinn 23 ára gamli Paavo Nurmi frá Finnlandi kom fram á sjónarsviðið og hlaut þrjú gull og eitt silfur í langhlaupum.
[[Ítalía|Ítalski]] [[skylmingar|skylmingakappinn]] Nedo Nadi vann til fimm gullverðlauna á leikunum. Það var met sem stóð allt þar til [[Mark Spitz]] sigraði í sjö greinum á [[Sumarólympíuleikarnir 1972|Ólympíuleikunum 1972]].
[[Svíþjóð|Svíinn]] Oscar Swahn vann til silfurverðlauna í [[skotfimi]], 72 ára að aldri. Hann er elsti verðlaunahafinn í sögu Ólympíuleikanna ef frá eru taldar listgreinar. Hann hugðist keppa aftur á [[Sumarólympíuleikunum 1924|leikunum 1924]], en komst ekki vegna veikinda.
Belgar verða seint taldir til mestu íþróttaþjóða Evrópu. Þeir unnu þó til fjórtán gullverðlauna á leikunum, þar af átta í [[bogfimi]].
[[Mynd:Suzanne_Lenglen_and_Bill_Tilden-2.jpg|thumb|right|Tennisspilarinn Suzanne Lenglen var einn fyrsti kveníþróttamaðurinn til að öðlast frægð á við karlkyns keppendur.]] Bandaríski táningurinn Aileen Riggin sigraði í [[dýfingar|dýfingum]] af þriggja metra bretti. Hún var þá nýorðin fjórtán ára gömul.
[[Hnefaleikar|Hnefaleikakappinn]] Eddie Eagan frá Bandaríkjunum vann til gullverðlauna í hnefaleikakeppninni. Tólf árum síðar endurtók hann leikinn í [[bobsleðakeppni|bobsleðakeppninni]] á [[Vetrarólympíuleikarnir 1932|Vetrarólympíuleikunum í Lake Placid]]. Hann er því einn örfárra manna sem unnið hafa til verðlauna á bæði sumar- og vetrarleikum og sá eini sem hlotið hefur gull á þeim báðum.
 
[[Knattspyrna|Knattspyrnukeppnin]] var söguleg og endaði í illdeilum. Landslið hins nýstofnaða ríkis [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] komst í úrslitaleikinn eftir að hafa sigrað alla andstæðinga sína með miklum mun. Í úrslitum mætti liðið heimamönnum Belga. Belgar komust í 2:0 og þegar einn leikmaður Tékkóslóvakíu var rekinn út af á 40. mínútu gekk allt liðið af velli til að mótmæla dómgæslunni í leiknum. Tékkum var í kjölfarið vikið úr keppni. Fyrr í keppninni komu [[Noregur|Norðmenn]] mjög á óvart með því að slá út breska liðið, sem talið hafði verið sigurstranglegt.
Svíar áttu fjóra efstu menn í keppni í [[nútíma fimmtarþraut]]. Sænskir íþróttamenn einokuðu raunar þessa keppnisgrein og unnu gullverðlaunin í fimm fyrstu skiptin sem keppt var í henni á Ólympíuleikum.
Franska [[tennis|tenniskonan]] Suzanne Lenglen vann til gullverðlauna í [[einliðaleikur|einliðaleik]] og [[tvenndarleikur|tvenndarleik]]. Hún var fyrsta stórstjarnan úr röðum kvenkyns tennisspilara og fékk viðurnefnið „gyðjan“, La Divine, í frönskum blöðum. Hún gerðist síðar atvinnutennisleikari í Bandaríkjunum.
Bandaríkjamaðurinn Jack Kelly vann til tveggja gullverðlauna í [[kappróður|róðrarkeppni]] leikanna. Hann var faðir leikkonunnar [[Grace Kelly]] .
Bretar sigruðu í [[póló]]-keppninni. Meðal keppenda í breska liðinu var John Wodehouse 3ji jarlinn af Kimberley. Frændi hans var rithöfundurinn [[P. G. Wodehouse]] og er jarlinn sagður fyrirmyndin að hinni vinsælu persónu [[Bertie Wooster]] í bókum hans.
 
== Verðlaunaskipting eftir löndum ==