„Karl 9. Frakkakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: en:Charles IX of France
Navaro (spjall | framlög)
m Smálagfæringar.
Lína 8:
Hluti af vopnahléssamkomulaginu var að [[Hinrik 4. Frakkakonungur|Hinrik]], krónprins Navarra og einn af helstu leiðtogum húgenotta, skyldi giftast [[Margrét af Valois|Margréti]], systur Karls konungs. Brúðkaup þeirra var haldið [[19. ágúst]] [[1572]] en þá var Hinrik orðinn konungur Navarra. Mikil veisluhöld voru í [[París]] vegna brúðkaupsins og komu þangað margir aðalsmenn úr röðum húgenotta, þar á meðal [[Gaspard de Coligny]] aðmíráll, helsti herforingi þeirra. París var rammkaþólsk borg og vera svo margra þekktra húgenotta í borginni skapaði spennu.
 
[[Mynd:François Clouet 005.jpg|thumb|left|FransKarl 9., ellefu ára að aldri.]]
[[22. ágúst]] varð Coligny fyrir skoti á götu í París og særðist alvarlega. Alls óvíst er hver stóð að baki tilræðinu en helst hafa verið nefnd hertoginn af Guise, hertoginn af Alba og Katrín af Medici, en sagt er að hún hafi haft áhyggjur af því hve mikil áhrif Coligny var farinn að hafa á konunginn.
 
Hvað sem því líður jókst spennan í borginni mjög við þetta og þótt Karl konungur hefði heimsótt Coligny á sjúkrabeð og lofað honum að hafa hendur í hári tilræðismannanna varð úr að mæðginin ákváðu í sameiningu að losa sig við þá leiðtoga húgenotta sem voru staddir í París. Það var gert og [[Hinrik hertogi af Guise|Hinrik hertogi]] af Guise leiddi sjálfur flokk sem drap Coligny (sem hertoginn taldi ábyrgan fyrir dauða föður síns, Frans hertoga af Guise) og fleiri en á eftir fylgdu skipuleg morð á mótmælendum í París, framin bæði af hermönnum og af múg sem fór um og myrti þá sem höndum var komið yfir. Borgarhliðunum var lokað til að fólk slyppi ekki út. Óeirðirnar breiddust síðan út um sveitirnar umhverfis París. Hinrik af Navarra slapp naumlega með hjálp konu sinnar.
 
Karl konungur hafði samþykkt morðin mjög nauðugur og ofbauð það sem hann sá og heyrði af; hann sagðist heyra neyðaróp hinna myrtu stöðugt fyrir eyrunum og kenndi ýmist sjálfum sér eða móður sinni um. Hann hafði aldrei verið heilsuhraustur, var líklega með [[berklar|berkla]], og vorið [[1574]] var hann farinn að hósta blóði. Hann var 2430. áramaí gamallog þegarvar hannþá 24 ára.
 
Karl 9. giftist [[Elísabet af Austurríki|Elísabetu af Austurríki]] [[26. nóvember]] [[1570]] og átti með henni eina dóttur sem dó sex ára að aldri. Þar sem konur gátu ekki erft frönsku krúnuna varð bróðir hans, [[Hinrik 3. FrakkakonungurHinrik]] hertogi af Anjou, konungur. Karl átti líka óskilgetinn son, Karl hertoga af Angoulême.
 
Karl var mikill áhugamaður um veiðar og skrifaði bók um það efni, ''La Chasse Royale'', sem þó var ekki gefin út fyrr en [[1625]] en þykir merk heimild.
 
== Heimild ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = FrancisCharles IIIX of France | mánuðurskoðað = 28. júní | árskoðað = 2010}}
 
{{Töflubyrjun}}