„Landráð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Landráð''' eða '''föðurlandssvik''' eru skilgreind sem brot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkins, út á við eða inn á við. Sá sem gerir sig sekan um landráð er landrá...
 
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Landráð''' eða '''föðurlandssvik''' eru skilgreind sem brot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkins, út á við eða inn á við. Sá sem gerir sig sekan um landráð er landráðamaður eða [[föðurlandssvikari]].
 
Í íslensku merkti orðið „landráð“ upphaflega að ráða yfir landi og í fornum ritum er talað um að menn hafi farið með landráð og er þá átt við að þeir hafi stýrt landi. Orðið er þó einnig notað í nútímamerkingu í [[Heimskringla|Heimskringlu]].
 
Misjafnt er eftir löndum hvort hugtakið landráð nær einungis yfir athafnir sem stefnt er að því að skaða [[föðurland]]ið og þá oftast öðru ríki til hagsbóta eða hvort það er einnig haft um aðgerðir sem ætlað er að kollvarpa stjórnvöldum eða þjóðhöfðingja.