„Loðvík 10.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
Ríkisstjórnartíð Loðvíks var ekki löng og einkenndist af átökum við aðalinn, enda réðist hann í aðgerðir sem ætlað var að auka tekjur krúnunnar. Árið 1315 lýsti hann því yfir að [[bændaánauð]] skyldi ljúka en bændur áttu þó að borga fyrir að losna úr ánauð. Filippus faðir hans hafði rekið [[gyðingar|gyðinga]] úr landi en Loðvík leyfði þeim búsetu í Frakklandi að nýju með ákveðnum skilyrðum. Þeir áttu að bera auðkennisarmbönd og máttu aðeins búa á ákveðnum stöðum. Loðvík átti líka í stríðsátökum í [[Flæmingjaland]]i.
 
Loðvík var áhugasamur [[tennisJeu de paume|tennisleikari]]leikari og varð fyrstur til að láta gera innanhússtennisvelli, þar sem honum líkaði illa að spila utanhúss. Í júníbyrjun 1316 lék konungurinn langan og erfiðan tennisleik og drakk síðan mikið af kældu víni. Þetta varð honum að aldurtila skömmu síðar. Klementía drottning var þá barnshafandi og var beðið átekta þar til hún varð léttari en Filippus bróðir Loðvíks var útnefndur ríkisstjóri á meðan. Jóhanna, dóttir Loðvíks og Margrétar, var að vísu á lífi en vafi lék á hvort konur ættu yfir höfuð erfðarétt til krúnunnar samkvæmt gildandi lögum í Frakklandi auk þess sem faðerni prinsessunnar var ekki talið öruggt vegna framhjáhalds móðurinnar.
 
Barnið fæddist [[15. nóvember]] og var drengur sem hlaut nafnið [[Jóhann 1. Frakkakonungur|Jóhann 1.]] Hann lifði þó ekki nema fimm daga og þá tókst Filippusi að fá erfðarétt sinn viðurkenndan, bæði til krúnunnar í Frakklandi og Navarra, þar sem hann ríkti undir nafninu Filippus 2. Jóhanna dóttir Loðvíks hefði raunar átt að erfa krúnu Navarra því þar áttu konur ótvíræðan erfðarétt en þó var gengið framhjá henni. Hún varð samt drottning þar [[1328]] að báðum föðurbræðrum sínum látnum og 250 árum seinna erfðu afkomendur hennar frönsku krúnuna.