„Haukur Morthens“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Tek aftur breytingu 894257 frá 85.220.110.228 (spjall)
Lína 5:
 
== Æviágrip ==
[[Haukur Morthens]] fæddist við Þórsgötu í Reykjavík, sonur Edvards Morthens, norsks manns og Rósu Guðbrandsdóttur ættaðri úr Landssveit. Haukur var 11 ára þegar hann kom fyrst fram með Drengjakór Reykjavíkur á söngskemmtan í Nýja bíó og söng einsöng. Svo liðu árin, Haukur þroskaðist sem og feimnin sem átti tök í honum. Í Alþýðuprentsmiðjunni þar sem hann var við nám, þá 18 ára, voru tvær stúlkur sem voru að undirbúa skemmtun fyrir Alþýðuflokkinn . Þær voru ólmar að fá þennan unga og glæsilega mann til að syngja á skemmtuninni enda höfðu fregnir borist um hæfileika hans. Haukur var tregur til enda feiminn en gat vart neitað svo fögrum meyjum og sló til.{{heimild vantar}} Þar með var teningunum kastað og þegar Haukur Morthens hóf feril sinn 19. ára með [[hljómsveit Bjarna Böðvarssonar]] eignaðist þjóðin sinn frægasta, ástsælasta og þekktasta dægurlagasöngvara fyrr og síðar.{{heimild vantar}}
[[Mynd:Til_eru_frae.jpg|thumb|left| Haukur Morthens söngvari]]