„Saxland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
ArthurBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: fj:Saxony
Gessi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 36:
| colspan=2 align=center | [[Mynd: Deutschland Lage von Sachsen.svg |300px|]]
|}
'''Saxland''' ([[þýska]]: ''Freistaat Sachsen''; [[sorbíska]]: ''Swobodny stat Sakska'' ) er [[sambandsland]] í [[Þýskaland]]i sem liggur á milli [[Brandenborg]]ar (''Brandenburg'') og [[Saxland-Anhalt|Saxlands-Anhalt]] (''Sachsen Anhalt'') í norðri og [[Tékkland]]s í suðri. Það á einnig landamæri að [[Þýringaland]]i (''Thüringen''), [[Bæjaraland]]i (''Bayern'') og [[Pólland]]i. Íbúar eru 4,2 milljónir. [[Höfuðstaður]] Saxlands er [[Dresden]], en meðal annarra borga má nefna [[Leipzig]], [[Chemnitz]], [[Meißen]], [[Görlitz]], [[Zwickau]] og [[Bautzen]]. Meðal markverðra náttúrufyrirbæra í Saxlandi má nefna fljótið [[Saxelfur|Saxelfi]], fjallgarðinn [[Erzfjöll]] (''Erzgebirge'') og klettamyndirnar í [[Saxlenska Sviss]] (''Sächsiche Schweiz'').
 
'''Saxland''' ([[þýska]]: ''Freistaat Sachsen''; [[sorbíska]]: ''Swobodny stat Sakska'' ) er tíunda stærsta sambandsland [[Þýskaland]]s með 18.414 km². Það er að sama skapi það sambandsland sem nær lengst til austurs. Landið var áður fyrr miklu víðáttumeira, enda hefur það klofnað í smærri einingar í gegnum aldirnar. Til marks um það má sjá heitið í öðrum sambandslöndum, t.d. [[Saxland-Anhalt|Sachsen-Anhalt]] og [[Neðra-Saxland]]. Í Saxlandi búa 4,3 milljónir manna og er þetta því sjötta fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Höfuðborgin er [[Dresden]]. Meðal markverðra náttúrufyrirbæra í Saxlandi má nefna fljótið [[Saxelfur|Saxelfi]], fjallgarðinn [[Erzfjöll]] (''Erzgebirge'') og klettamyndirnar í [[Saxlenska Sviss]] (''Sächsiche Schweiz'').
{{Stubbur|landafræði}}
 
== Lega ==
Saxland liggur austast í Þýskalandi og á löng landamæri að [[Tékkland]]i, en einnig að [[Pólland]]i. Fyrir norðan er sambandslandið [[Brandenborg]], fyrir norðvestan er Sachsen-Anhalt og fyrir vestan eru [[Þýringaland]] (Thüringen) og [[Bæjaraland]].
 
== Fáni og skjaldarmerki ==
Fáni Saxlands samanstendur af tveimur láréttum röndum, hvíta að ofan og græna að neðan. [[Skjaldarmerki]]ð samanstendur af svörtum og gulum röndum með grænni þverrönd yfir. Gulu og svörtu rendurnar eru upprunnar frá Askaníer-ættinni á [[12. öldin|12. öld]]. Grænu þverröndinni var bætt við [[1260]]. Þegar Askaníer-ættin dó út yfirtók markgreifinn frá Meissen þetta tákn og hefur það haldist síðan.
 
== Orðsifjar ==
Orðið Sachsen er upprunni af germanska ættbálknum saxa. Orðið saxi er dregið af gamla germanska orðinu sahs, sem merkir ''sverð'' eða ''langur hnífur'' (sbr. ''að saxa'' á íslensku). <ref>Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 231.</ref>
 
== Söguágrip ==
Saxland var áður fyrr víðáttumikið svæði í norðurhluta núverandi Þýskalands. Það var [[Karlamagnús]] sem hertók mestan hluta svæðisins síðla á [[8. öldin|8. öld]] og í upphafi þeirrar níundu. Svæðið sem myndar núverandi Saxland var þó ekki að fullu numið af germönum fyrr en með landnáminu mikla á 12. öld. Enn í dag býr slavneskur minnihluti í héraðinu. Flest bæja- og borgarheiti þar eru slavnesk að uppruna. Aðalvaldaættin í héraðinu var Askaníer-ættin. Furstinn í Saxlandi var kjörfursti í [[Heilaga rómverska ríkið|þýska ríkinu]]. [[1485]] klofnuðu héruðin Saxland og Þýringaland í tvö eigin héruð. Í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]] á [[17. öldin|17. öld]] var nær allt héraðið eyðilagt, en náði sér furðufljótt sökum mikilla auðlinda. Saxland var það hérað í Þýskalandi þar sem námugröftur var sem mestur, aðallega í Erzfjöllum (''Erz'' merkir ''málmgrýti'' á þýsku). [[1806]] barðist Saxland við hlið [[Prússland]]s gegn [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]], en þýsku herirnir biðu mikinn ósigur við [[Jena]] og Auerstedt í þjóðarbardaganum mikla (''Völkerschlacht''). [[1813]] átti sér stað stórorrustan við Leipig er sameinaðir herir lögðu aftur til atlögu við Napoleon. Að þessu sinni sigruðu þýsku herirnir og í framhaldið af því voru [[Frakkland|Frakkar]] hraktir úr þýskum löndum. Saxar höfðu hins vegar stutt Napoleon síðustu tvö árin. [[1815]] kom til tals á [[Vínarfundurinn|Vínarfundinum]] að leysa Saxland algerlega upp sökum stuðnings saxa við Napoleon. Að lokum var fallist á að Prússland fengi 3/5 af landsvæði Saxlands, sem við það breyttist í núverandi landsvæði. Sachsen var þá konungsríki. Sachsen var einnig vagga þýskrar [[Iðnbyltingin|iðnbyltingar]] á [[19. öldin|19. öld]]. [[1866]] gekk Saxland til liðs við [[Austurríki]] í stríði gegn Prússlandi, en tapaði. Saxland varð þannig hluti af Norðurþýska sambandinu undir forystu Prússlands. Þegar Þýskaland tapaði í [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjöldinni fyrri]] ákvað Friedrich August III konungur Saxlands að afþakka. Konungsríkið var leyst upp og þess í stað var lýðveldi myndað með eigin stjórn (Freistaat Sachsen). Við lok [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjaldarinnar síðari]] var Saxland hernumið af [[Sovétríkin|Sovétmönnum]] og 1949 varð það því hluti af [[Austur-Þýskaland]]i. [[1952]] leysti stjórnin í [[Austur-Berlín]] Saxland upp og var því skipt upp í þrjú héruð. [[1990]] var Þýskaland sameinað aftur og varð Saxland þá að sambandslandi.
 
== Borgir ==
 
Stærstu borgir Saxlands:
 
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Borg !! Íbúar !! Ath.
|-
| 1 || [[Leipzig]] || 506 þús ||
|-
| 2 || [[Dresden]] || 504 þús || Höfuðborg sambandslandsins
|-
| 3 || [[Chemnitz]] || 244 þús ||
|-
| 4 || [[Zwickau]] || 97 þús ||
|-
| 5 || [[Plauen]] || 68 þús ||
|-
| 6 || [[Görlitz]] || 57 þús || Austasta borg Þýskalands
|}
 
== Tilvísanir ==
<references />
 
== Heimildir ==
{{wpheimild|tungumál=de|titill=Sachsen|mánuðurskoðað=júní|árskoðað=2010}}
 
{{Sambandsríki Þýskalands}}