Munur á milli breytinga „Saarland“

44 bætum bætt við ,  fyrir 10 árum
ekkert breytingarágrip
m (robot Bæti við: de:Saarland)
Saarland liggur suðvestarlega í Þýskalandi og á löng landamæri að Frakklandi í vestri. Vestasti oddinn tengist einnig [[Lúxemborg]]. Að öðru leyti er Saarland hálf umlukið af sambandslandinu [[Rínarland-Pfalz|Rínarlandi-Pfalz]].
 
== Fáni og skjaldarmerki ==
Fáni Saarlands er eins og [[þýski fáninn]], nema hvað búið er að setja [[skjaldarmerki]] sambandslandsins í miðjuna. Fáni þessi var tekinn upp 1957, þegar Saarland var stofnað sem sambandsland, gagngert til að sýna fram á að landið væri þýskt. Skjaldarmerki Saarlands er fjórskipt. Efst til vinstri er hvítt ljón á bláum grunni, en það var merki greifanna frá Saarbrücken. Efst til hægri er rauður kross á hvítum grunni, en það var merki kjörbiskupanna frá [[Trier]]. Neðst til vinstri er þrír hvítir ernir á rauðum borða á gulum grunni, en það var merki hertogadæmisins Lothringen (Lorraine), sem í dag er franskt. Neðst til hægri er gullitað ljón á svörtum grunni, en það var merki hertogadæmisins Pfalz-Zweibrücken. Skjaldarmerki þetta var tekið upp [[1. janúar]] 1957, daginn sem Saarland varð að sambandslandi.
 
== Orðsifjar ==
Saarland er nefnt eftir ánni Saar sem rennur í gegnum landið og er þverá [[Mósel]]. Áin hét Saravus á 3. öld og er heitið dregið af indógermanska orðinu ser, sem merkir ''að fljóta''. Áin Saar á upptök sín í Frakklandi og heitir Sarre á frönsku. <ref>Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 230.</ref>
 
== Söguágrip ==
 
== Borgir ==
 
Stærstu borgir Saarlands eftir íbúafjölda:
 
! Röð !! Borg !! Íbúar !! Ath.
|-
| 1 || [[Saarbrücken]] || 176 þúsþúsund || Höfuðborg sambandslandsins
|-
| 2 || [[Neunkirchen]] || 48 þúsþúsund ||
|-
| 3 || [[Homburg]] || 43 þúsþúsund ||
|}
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
<references />
 
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Saarland|mánuðurskoðað=júní|árskoðað=2010}}
 
{{Sambandsríki Þýskalands}}