Munur á milli breytinga „Francesco Crispi“

ekkert breytingarágrip
m (robot Bæti við: ar:فرانشيسكو كرسبي)
[[File:Francesco Crispi.jpg|thumb|255px|]]
'''Francesco Crispi''' ([[4. október]] [[1819]] – [[12. ágúst]] [[1901]]) var [[Ítalía|ítalskur]] stjórnmálamaður sem átti þátt í [[sameining Ítalíu|sameiningu Ítalíu]] og varð tvisvar [[forsætisráðherra Ítalíu]]. Crispi fæddist á [[Sikiley]] og tók þar virkan þátt í [[Sikileyjarbyltingin|Sikileyjarbyltingunni]] gegn [[Ferdinand 2. Sikileyjakonungur|Ferdinand 2.]] sem leiddi til þess að hann fór í [[útlegð]] til [[Fjallaland]]s. Hann var bendlaður við [[Mazzini-samsærið]] [[1853]] og flýði þá til [[Malta|Möltu]] og síðan til [[París]]ar. [[1859]] sneri hann aftur til Ítalíu og ferðaðist með leynd um Sikiley til að undirbúa uppreisn árið eftir. Í [[Genúa]] tók hann þátt í undirbúningi [[Þúsundmannaleiðangurinn|þúsundmannaleiðangursins]] sem lenti á Sikiley [[maí]] [[1860]]. Crispi var þá lýstur „einvaldur Sikileyjar“. Eftir fall [[Palermó]] var Crispi útnefndur innanríkis- og fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórn eyjarinnar en sagði brátt af sér vegna deilna milli fylgismanna [[Giuseppe Garibaldi|Garibaldis]] og [[Camillo Cavour|Cavour]] um innlimun eyjarinnar í ítalska ríkið.