„Margaret Thatcher“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 91.124.125.224 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 88.149.99.14
Lína 4:
== Æviágrip ==
[[Mynd:President Reagan and Prime Minister Margaret Thatcher at Camp David 1986.jpg|thumb|300px|right|Sálufélagarnir og vinirnir Thatcher og [[Ronald Reagan]] í Camp David 1986]]
Thatcher fæddist í [[Grantham]] í [[Lincoln-skíri]] í Austur-[[England]]i og var skírð '''Margaret Hilda Roberts'''. Faðir hennar, Alfred Roberts, var smákaupmaður. Móðir hennar var Beatrice Roberts (fædd Beatrice Stephenson) frá Lincoln-skíri. Margrét átti eina eldri systur, Muriel. Þær systur voru aldar upp í [[Kristni|kristinni]] trú. Faðir þeirra tók þátt í stjórnmálum sem sveitarstjórnarmaður.
Thatch
 
Margrét gekk í Huntingtower Road Primary School. Þaðan hélt hún til Oxford árið [[1943]] þar sem hún lauk B.A.-prófi í [[efnafræði]] þremur árum síðar frá [[Oxford háskóli|Oxford-háskóla]], og B.Sc.-prófi ári síðar. Oxford-háskóli breytti B.A.-gráðu hennar í M.A.-gráðu árið [[1950]]. Hún varð fyrst kvenna til að vera forseti samtaka íhaldssamra stúdenta við skólann.
 
=== Frá upphafi stjórnmálaferils til kennslumálaráðuneytisins ===
Thatcher var yngsti frambjóðandi Breska Íhaldsflokksins í þingkosningunum [[1950]], en komst ekki á þing. Hún bauð sig aftur fram árangurslaust 1951. Það ár gekk hún að eiga efnaðan kaupsýslumann, [[Denis Thatcher]], og hóf laganám sem hún lauk tveimur árum síðar. Hún settist á þing fyrir [[Finchley]] í [[London|Lundúnum]] [[1959]] og varð kennslumálaráðherra í ríkisstjórn [[Edward Heath|Edwards Heaths]] [[1970]]. Þeirri stöðu gegndi hún þangað til Heath varð að segja af sér eftir kosningaósigur [[1974]]. Í endurminningum sínum segir Thatcher að hún hafi ekki verið í innsta hring Heaths og hafi haft lítil sem engin áhrif utan ráðuneytis síns.
 
Thatcher var óánægð með forystu Heaths, og þegar enginn annar virtist ætla að bjóða sig fram gegn honum í ársbyrjun [[1975]], gerði hún það og hafði óvæntan sigur. Hún markaði strax miklu afdráttarlausari stefnu en forveri hennar og hún tók með ánægju upp nafnið „járnfrúin“, eftir að rússneskt blað hafði haft það um hana.
 
=== Forsætisráðherra ===
Eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningunum vorið 1979 myndaði Thatcher ríkisstjórn, sem létti þegar af margvíslegum höftum og tók upp stranga peningamálastefnu í anda [[Milton Friedman|Miltons Friedmans]]. Hún herti líka lagaákvæði um verkalýðsfélög, lenti í miklum útistöðum við samtök námumanna og hafði sigur. Í stjórnartíð hennar dró mjög úr valdi verkalýðshreyfingarinnar bresku, sem hafði verið mjög öflug og jafnvel sagt ríkisstjórnum fyrir verkum. Thatcher hóf stórfellda sölu ríkisfyrirtækja og húsnæðis í eigu opinberra aðila, og hafði það víðtækar afleiðingar í atvinnulífinu. Húseigendum og hluthöfum í atvinnufyrirtækjum snarfjölgaði. Thatcher var samstíga [[Ronald Reagan]] [[Bandaríkin|Bandaríkjaforseta]] í [[Kalda stríðið|Kalda stríðinu]]. Þau hurfu frá hinni svonefndu slökunarstefnu, [[detente]], og stórefldu þess í stað varnir landa sinna. Þegar herforingjastjórnin í [[Argentína|Argentínu]] lagði vorið [[1982]] undir sig [[Falklandseyjar]], sem höfðu lengi verið undir stjórn Breta, sendi Thatcher breska flotann suður í höf, og tókst honum að hrekja innrásarliðið á brott.
 
=== Afsögn ===
Thatcher sigraði í þingkosningunum [[1983]] og [[1987]], sem er einstæður árangur í Bretlandi á 20. öld. En þegar leið fram á þriðja kjörtímabil hennar, varð ljóst, að stuðningur við hana hafði minnkað. Margir þingmenn Íhaldsflokksins óttuðust ósigur í næstu kosningum á eftir, og Thatcher hafði með óbilgirni aflað sér margra fjandmanna innan flokks sem utan. Hún varð að segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, eftir að hún hafði ekki fengið nægilegt fylgi í leiðtogakjöri í nóvember 1990. Í fyrstu studdi hún dyggilega [[John Major]], sem tók við formennsku flokksins af henni, en stuðningur hennar við Major dvínaði þegar á leið.
 
Hún tók sæti í lávarðadeildinni [[1992]], gaf út endurminningar sínar og sagði hiklaust skoðun sína á mönnum og málefnum. Einkum varð henni tíðrætt um þá hættu, sem einstaklingsfrelsinu stafaði af miðstýringu [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]]. Hún dró sig þó að mestu í hlé, eftir að hún hafði fengið vægt hjartaáfall, en árið [[2003]] missti hún mann sinn, Denis. Þau áttu tvö börn, tvíburana Mark og Carol.
 
== Áhrif ==