„Róbert 2. Skotakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Lagfærði tengla.
Lína 2:
'''Róbert 2.''' ([[2. mars]]? [[1316]] – [[19. apríl]] [[1390]]) var konungur [[Skotland]]s frá [[22. febrúar]] [[1371]] til dauðadags og var fyrsti konungurinn af [[Stúart-ætt]]inni.
 
Róbert var sonur Walter Stewart, [[stallari|stallara]] Skotlands, og konu hans [[Marjorie Bruce]], dóttur [[Róbert 1. Skotakonungur|Róberts 1.]] Skotakonungs. Hann er almennt talinn hafa fæðst 2. mars 1316, eftir að móðir hans féll af hestbaki. Hún dó sama dag eða stuttu síðar. Róbert 1. átti engan son á lífi en hafði gert bróður sinn, [[Játvarður Bruce|Játvarð]], að erfingja sínum. Játvarður féll þó í bardaga á [[Írland]]i árið [[1318]] og þá var Róbert útnefndur arftaki afa síns. Hann var ríkiserfingi til [[5. mars]] [[1324]] en þá eignaðist afi hans soninn [[Davíð 12. Skotakonungur|Davíð]] með seinni konu sinni. Staða stallara gekk í erfðir í Skotlandi og þegar faðir Róberts lést [[1326]] varð hann stallari, 10 ára að aldri, og var í umsjá afa síns. Árið [[1329]] dó Róbert 1. og Davíð varð konungur en Róbert yngri fór í fóstur til föðurbróður síns, Sir James Stewart.
 
[[Edward Balliol]], sonur [[Jóhann 1. Skotakonungur|Jóhanns Balliol]] sem verið hafði Skotakonungur [[1292]]-[[1296]] gerði tilkall til krúnunnar og naut stuðnings [[Játvarður 3.|Játvarðar 3.]] Englandskonungs. Hann gerði innrás í Skotland og varð vel ágengt. Í orrustunni á Halidon Hill [[1333]] barðist Róbert með James frænda sínum, sem féll þar og Balliol lagði lendur hans undir sig en Róbert komst undan til Dumbartonkastala þar sem Davíð konungur hafði búist til varnar. Davíð flúði síðar til [[Frakkland]]s en hinn ungi stallari varð eftir og barðist við Balliol og Englendinga með misjöfnum árangri. Davíð 2. sneri aftur frá Frakklandi [[1341]] en í bardaganum við [[orrustan við Nevilles Cross|Nevilles Cross]] [[17. október]] [[1346]] var hann tekinn til fanga en Róbert stallari komst undan.
 
Davíð konungur var fangi Englendinga í 11 ár en Róbert stýrði Skotlandi. Eftir að Davíð sneri aftur var mikil spenna á milli þeirra frændanna því að Skotar höfðu neyðst til að skuldbinda sig til að greiða mjög hátt [[lausnargjald]] fyrir konunginn og Davíð, sem var barnlaus, vildi leysa málið með því að gera einhvern af [[Plantagenet-ætt]] að arftaka sínum ef hann eignaðist ekki börn. Róbert var löglegur arftaki hans og vildi það að sjálfsögðu ekki. Hann gerði skammvinna uppreisn [[1363]] en samdi þó við frænda sinn og ríkti friður milli þeirra eftir það. Davíð dó óvænt 1371 og Róbert varð þá konungur, 55 ára gamall.