„Langisandur“: Munur á milli breytinga

9 bætum bætt við ,  fyrir 12 árum
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
'''Langisandur''' er strönd við [[Akranes]] sem liggur frá [[Sementverksmiðjan|Sementverksmiðjunni]] meðfram íþróttavellinum að [[Jaðarsbakkar|Jaðarsbökkum]] og að dvalarheimilinu [[Höfði(dvalarheimili)|Höfða]]. Langisandur hefur löngum verið notaður sem útivistarsvæði fyrir íbúa [[Akranes]]s. Þar fer fólk í gönguferðir allan ársins hring en á sumrum er þar stundum fjörugt strandlíf. Hann hefur verið leiksvæði þúsunda Skagamanna í gegnum tíðina og var æfingasvæði knattspyrnumanna til margra ára.
 
Á miðjum Langasandi er [[Merkjaklöpp]] en þar voru merkin milli hreppanna. Um aldamótin [[1900]] var bilið milli klappar og bakkanna fyrir ofan Langasand þannig að þrír menn gátu rétt gengið samsíða á milli, en í stríðslok var bilið orðið um 25 metrar. Við klöppina hafa [[Akurnesingar]] löngum stundað sjóböð og sólböð í skjóli uppi undir bökkunum, einnig æfði unga fólkið boltaleiki á sandinum rétt eins og knattspyrnumennirnir. Á tímabili var sandurinn notaður sem flugvöllur, einnig sem lendingarstaður fyrir loftpúðaskipið eða svifnökkvann sem ætlað var að leysa [[Akraborgin|Akraborgina]] af hólmi árið [[1967]]. Við enda sandarins, heitir [[Langasandskriki]]. Þar lá vegurinn upp af sandinum áður en lagðir vegir komu. Bakkarnir nefndust einu nafni [[Langasandsbakkar]] einnig kallaðir [[Jaðarsbakkar]]. Áður náðu þeir frá [[Leirgróf]] að [[Sólmundarhöfði|Sólmundarhöfða]] og voru þá um 1300 metrar að lengd. Í dag eru hinir eiginlegu bakkar horfnir, en sjóvarnargarðar komnir í staðinn. Varnargarðarnir við Langasand voru upphaflega byggðir upp af skjólvegg sunnan [[Faxabraut|arFaxabrautar]] 1967 en Faxabrautin liggur niður að höfn, meðfram Sementverksmiðjunni.
 
== Eitt og annað ==
40

breytingar