„Flatey (Breiðafirði)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Vestureyjarnar liggja á stórri megineldstöð sem kennd er við Flatey og finnst því víða [[jarðhiti]] og margskonar [[stuðlaberg]]. Flatey er flokkuð undir [[þjóðjörð]] af ríkinu og er eyjan talin sem náttúruperla og menningarafurð Íslands. Mikið er um fuglalíf á eyjunni og er því hluti hennar friðað land (sérstaklega á varptíma) síðan [[1975]] og er því Flatey tilvalin staður fyrir fuglaskoðendur. Gjöful fiskimið liggja allt í kringum eyjuna en í undirdjúpunum kringum Flatey er ekki aðeins fiskur heldur einnig merkar fornleifar; tvö skip. Annað sökk á 18.öld og hitt á 19. öld.
 
Sagt er að það búi litlir Dvergar í húsunum
== Saga ==
Byggð í Flatey á rætur sínar að rekja allt aftur á [[landnámsöld]] þegar [[Þrándur mjóbeinn]] nam eyjarnar vestan Bjarneyjarflóa og bjó hann í Flatey. Flatey hefur þá yfirburði framyfir aðrar Vestureyjar að hún er stærst og lá vel við - stutt er á fiskimið og í aðrar eyjar. Höfnin, skeifulaga eyja á móts við ''Þýskuvör'', var sjálfgerð frá náttúrunnar hendi og veitir hún var í flestum áttum.
 
Á 12. öld bjó í eyjunni Þorsteinn Gyðuson sem var ríkur maður og voldugur. Í hans búskapartíð var byggt [[Flateyjarklaustur|klaustur]] í eynni, var það reist [[1172]] en flutt að [[Helgafellsklaustur|Helgafelli]] [[1184]]. Það stóð þar sem nú kallast ''Klausturhólar'', á háhrygg eyjarinnar, upp af ''Innstabæjarmýri''. Við sáluhliðið stendur jarðfastur steinn sem klapað hefur verið í bolli, svo fólk gæti signt sig áður en það gekk í gegn.
 
Í Sturlungu er Flateyjar getið, en ekkert svo hægt sé að glöggva sig á lífinu og búsháttum þar. Flateyjarbók getur þess að á eftir Sturlungaöld hafi sumar ætti í landinu risið hærra en aðrar og hafi Englendingar m.a. annars slæðst til landsins og stundað viðskipti og fiskveiðar. Uppúr [[1520]] eignast Jón Björnsson, afkomandi Skarðs-bænda sem þá var ein af höfuðættum landsins, Flatey og var eyjan þá búin að vera í fjölskyldunni í að a.m.k. fjóra ættliðiði. Á sama tíma eignast Jón Flateyjarbók. Hún var geymd í eynni fram til [[15. september]] [[1647]] þegar [[Brynjólfur biskup]] fékk hana að gjöf og færði konungi. Þá var bókin orðin 250 ára, enda skrifuð á 14. öld.
 
Þegar [[Einokunarverslun]]in var lögleidd á Íslandi [[1602]] höfðu Hollendingar og Þjóðverjar stundað verslun í eynni, og halda því greinilega áfram því [[6. október]] [[1659]] sökk hollenskt kaupskip í höfninni. Það er sagt hafa verið vopnað 14 fallbyssum. Það vekur upp ýmsar spurningar að svona stórt verslunarskip skuli hafa verið í Flatey, og sérstaklega vegna þess að það var vopnað. [[1660]] er getið um tvö hollensk skip en síðan heyrist ekkert um kaupskipaferðir næstu 120 árin. Á þessum tíma ríkti því stöðnun í því stórveldi sem eyjan hafði áður verið, enda þurftu eyjaskeggjar að sækja upp á land til að versla.
 
[[18. júní]] [[1777]] varð Flatey kauptún og hófst verslun þar sama ár. Verslunarsvæðið náði yfir Vestureyjarnar og sveitirnar sveitirnar á Barðaströnd. Í byrjun 20. aldar gekk svo vélbátur milli Flateyjar og hreppanna í Barðastrandar- og Dalasýslu.
 
[[Mynd:Flatey-bokasafn.jpg|thumb|200px|left|Bókhlaðan í Flatey]]
Kaupfélag Flateyjar var sett á laggirnar [[1920]], lítið í byrjun en stækkaði til muna þegar verslun Guðmundar Bergsteinssonar lagðist af. Kaupfélagið verslaði og stundaði viðskipti fram yfir [[1950]]. Milli [[1940]] og '50 voru stofnuð útgerðar og hraðfrystingarfélög. Frystihúsið á ''Tröllenda'' var byggt og jafnframt bryggjan, en atvinnureksturinn mætti halla á leið sinni og lognaðist fljótt út af.
 
Í Flatey hafa verið þekktir fræðimenn sem stóðu framarlega í alþýðumenntun á Íslandi. Fyrsta bókasafn og barnaskóli á Íslandi voru reist í Flatey. Árið [[1926]] var síðan reist kirkja á eyjunni - [[Flateyjarkirkja]]. Hún er mjög sérstök að því leyti að innandyra er hún eins og stórt listaverk. Allt loftið og altaristafluna málaði [[Baltasar Samper|Baltasar listmálara]] og er það einstök upplifun að koma í kirkjuna. Hafa nú bæði kirkjan og bókasafnið nýlega verið endurgerð.
 
== Fólksfjöldi ==