„Jón Sigmundsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Lagfærði eitt ártal.
Lína 9:
Hann átti í miklum deilum við [[Gottskálk Nikulásson]] Hólabiskup og snerust þær meðal annars um að biskup taldi að Jón og seinni kona hans, Björg Þorvaldsdóttir, væru of skyld til að mega vera gift. Einnig kærði biskupinn Jón fyrir [[tíund]]arsvik og fleiri ávirðingar. Gottskálk [[bannfæring|bannfærði]] Jón og fékk [[Stefán Jónsson (biskup)|Stefán Jónsson]] Skálholtsbiskup til að gera það einnig. Gottskálk lét einnig dæma Jón í háar sektir og glataði hann að lokum stærstum hluta eigna sinna til kirkjunnar og Gottskálks. Var Jón mikið hjá Birni Guðnasyni þessi ár en eftir að hann dó 1517 átti hann í fá hús að venda og bjó hann seinustu árin á Krossanesi á [[Vatnsnes]]i við þröngan kost. Þeir Gottskálk biskup dóu með fárra mánaða millibili 1520.
 
Fyrri kona Jóns var Guðrún Gunnlaugsdóttir (d. 1495) frá Marðarnúpi. Brúðkaup þeirra var haldið í Víðidalstungu [[14821483]] og á meðan á brúðkaupinu stóð var Ásgrímur bróðir Jóns drepinn. Varð sá atburður ein af kveikjum [[Morðbréfamálið|Morðbréfamálsins]]. Seinni kona Jóns (g. 1497) var Björg Þorvaldsdóttir frá Móbergi í Langadal og hélt Gottskálk því fram sem fyrr segir að þau væru fjórmenningar en ekki er nú vitað hvernig skyldleika þeirra á að hafa verið háttað. Þau áttu þrjár dætur, Guðrúnu vatnshyrnu, sem var amma [[Arngrímur Jónsson lærði|Arngríms lærða]], Vilborgu (Söngva-Borgu) og Helgu, móður [[Guðbrandur Þorláksson|Guðbrandar Þorlákssonar]] biskups, sem reyndi mörgum áratugum eftir dauða afa síns að ná eignum hans aftur og spunnust af því löng og mikil mál (sjá Morðbréfamálið). Sonur Jóns hét Einar en ekki er víst hvort Guðrún eða Björg var móðir hans.
 
== Heimildir ==