Munur á milli breytinga „Pósthússtræti“

ekkert breytingarágrip
 
Upphaflega átti Pósthússtræti ekki að lokast heldur smásveigja yfir í [[Lækjargata|Lækjargötu]] og Kirkjustræti framlengjast að sömu götu. [[Knud Zimsen]], fyrrverandi borgarstjóri, segir frá því bók sinni ''Úr bæ í borg'', sem [[Lúðvik Kristjánsson]] skráði, að þar kom til persónuleg ítök einstakra manna sem réðu því að brugðið var frá skipulagi. Það voru þeir [[Jón Þorláksson]] og [[Eggert Claessen]] sem fengu bæjarstjórn til að falla frá áformum sínum. Knud segir svo frá:
:[V]ar ástæðan engin önnur en sú, að Claessen hafði þá í hyggju að reisa hús það á Jónassens-lóðinni, sem enn stendur og er nr. 17 við Pósthússtræti. Þar var skrúðgarður, sem Jónassen landlæknir hafði ræktað. Hann hefði orðið að skerða, ef farið hefði verið eftir hinu nýja skipulagi. Slíkt nægði til að koma í veg fyrir þá breytingu sem ég vildi gera á gatnaskipaninni. Við það vrðvarð sú lögun Pósthússtrætis og Kirkjustrætis, sem enn er. <ref>Úr bæ í borg, nokkrar endurminningar Knud Zimsens fyrrverandi borgarstjóra um þróun Reykjavíkur. Lúðvík Kristjánsson færði í letur. Helgafell, 1952 - bls. 38</ref>
 
== Tilvísanir ==
Óskráður notandi