„Alþingishúsið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Zorrobot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: no:Alþingishúsið
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Althingishusid.jpg|thumb|Alþingishúsið í Reykjavík]]
'''Alþingishúsið''' er bygging sem stendur við [[Austurvöllur|Austurvöll]] í [[Reykjavík]] og er aðsetur [[Alþingi]] Íslendinga. Húsið teiknaði [[Ferdinand Meldahl]], forstöðumaður listaakademínunnar í [[Kaupmannahöfn]]. Það var reist árið [[1881]], en byggingaverktaki þess var ''F. Bald'', danskur maður. Húsið var reist úr höggnu íslensku [[grágrýti]] (dólerít). Áður, á árunum [[1845]]-[[1881]], hafði Alþingi starfað í gamla Latínuskólanum sem í dag hýsir [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]]. [[Grágrýti]] (dólerít) var notað sem byggingarefni.
 
== Húsið reist ==
Árið [[1880]] var hafist handa við byggingu Alþingishússins við [[Kirkjustígur|Kirkjustíginn]], en áður hafði verið gert ráð fyrir að húsið yrði byggt við [[Bankastræti|Bakarastíg]], þar sem nú er Bankastræti. [[Halldór Kr. Friðriksson]] yfirkennari seldi þá land sitt við Kirkjustíginn fyrir 2.500 krónur og þótti óheyrilegt verð í þá daga. Þar hafði áður verið kálgarður hans og þar var Alþingishúsið reist.
 
Við byggingu hússins, sem og [[Nían|fangahússins]] sem hafði verið reist ellefu árum áður, eða árið [[1872]], lærðu reykvískir iðnaðarmenn að höggva og tilreiða grjót úr holtunum til húsabygginga.
 
==Tenglar==