Munur á milli breytinga „Friðþjófur Thorsteinsson“

ekkert breytingarágrip
Ekki naut Friðþjófs þó lengi við að þessu sinni. Hann fluttist fljótlega til [[Kanada]] og bjó þar um árabil, þar sem hann mun m.a. hafa leikið og þjálfað knattspyrnu.
 
Árið 1934 voru Framarar í þjálfaravandræðum og kviknaði þá sú hugmynd að leita til Friðþjófs og kanna hvort hann væri til í að snúa aftur heim. Þetta varð að ráði og [[þjálfarar meistaraflokks Fram í knattspyrnu karla|þjálfaði]] Friðþjófur Framliðið sumrin 1934-37 og aftur 1940. Þá sá hann um þjálfun íslenska úrvalsliðsins sem hélt í keppnisför til Þýskalands sumarið 1935. Framliðið tók miklum framförum undir stjórn Friðþjófs, enda kynnti hann Íslendingum ýmsar nýjungar í knattspyrnunni, s.s. stuttan samleik.
 
Friðþjófur Thorsteinsson gegndi formennsku í Fram 1919-20 og um nokkurt skeið árið 1935. Á þrjátíu ára afmæli félagsins var hann útnefndur heiðursfélagi.
Óskráður notandi