„Ormur Jónsson Breiðbælingur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Tenglar.
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ormur Jónsson Breiðbælingur''' (d. [[6. ágúst]] [[1218]]) var íslenskur [[goðorðsmaður]] á [[12. öld|12.]] og 13. [[öld]]. Hann var af ætt [[Oddaverjar|Oddaverja]], sonur [[Jón Loftsson|Jóns Loftssonar]] og frillu hans, Ragnheiðar systur [[Þorlákur helgi|Þorláks helga]]. Hann var albróðir [[Páll Jónsson (biskup)|Páls]] Skálholtsbiskups og hálfbróðir [[Sæmundur Jónsson|Sæmundar Jónssonar]] í [[Oddi|Odda]]. Hann bjó á [[Breiðabólstaður í Fljótshlíð|Breiðabólstað]] í [[Fljótshlíð]] og var kenndur við bæ sinn. Hann þótti spekingur að viti og hið mesta göfugmenni.
 
Páll sonur SæmndarSæmundar bróður hans drukknaði í Noregi [[1216]] og kenndi Sæmundur Björgvinjarkaupmönnum um lát hans og heimtaði miklar fébætur af kaupmönnum á [[Eyrarbakki|Eyrarbakka]]. Ormur bróðir hans reyndi að koma vitinu fyrir hann en það stoðaði ekki og Sæmundur gerði mikinn varning upptækan, en því reiddust kaupmenn sem von var. Sumarið [[1218]] fór Ormur út í [[Vestmannaeyjar]] til að sækja kirkjuvið sem hann átti og Jón sonur hans með honum. Réðust þá kaupmenn sem þar voru á þá og drápu.
 
Ormur átti ekki skilgetin börn en Sæmundur bróðir hans lét óskilgetnum börnum hans eftir allan arf eftir hann, sem þau áttu þó ekki rétt til samkvæmt lögum. Ein dóttir hans var [[Hallveig Ormsdóttir]], er fyrst giftist Birni Þorvaldssyni en gerði síðan helmingafélag við [[Snorri Sturluson|Snorra Sturluson]]. Önnur var Þuríður, sem giftist [[Tumi Sighvatsson yngri|Tuma yngri]] Sighvatssyni.