„Koblenz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 98:
* Stolzenfels er virki og kastali á hæð einni við Koblenz. Virkið var reist [[1242]]-[[1259|59]] af erkibiskupnum Arnold II frá Isenburg sem tollstöð. Í 30 ára stríðinu hertóku fyrst Svíar virkið og síðan Frakkar, hvorir um sig í tvö ár. [[1689]] var virkinu nærri eytt af Frökkum í 9 ára stríðinu. Eftir það var það bara rústir einar í 150 ár. [[1815]] gaf borgin konungnum í Prússlandi rústirnar. [[Friðrik Vilhjálmur IV (Prússland)|Friðrik Vilhjálmur IV]] lét eftir það gera við virkið og að auki reisa kapellu og kastala sem sumardvalarstað. Hann var svo vígður [[1842]]. Þremur árum seinna heimsótti [[Viktoría Bretadrottning|Viktoría]] Englandsdrottning kastalann. Í dag er hluti kastalans opinn fyrir almenningi. Virkið og kastalinn voru sett á heimsminjaskrá UNESCO 2002.
* Alte Burg er fyrrverandi vatnakastali frá gamalli tíð. Hann var reistur [[1185]] af von der Arken ættinni og var notast við efni úr fornum rómverskum hringturni. Kastalinn var þá hluti af miðborg Koblenz og jafnvel varnarmúrnum. Þegar Frakkar hertóku héraðið [[1806]], breyttu þeir kastalanum í verksmiðju sem var starfrækt til [[1897]], en þá eignaðist borgin bygginguna. Hún skemmdist óverulega í loftárásum seinna stríðsins og var gerð upp [[1960]]-[[1962|62]]. Að sjálfsögðu eru allir varnarmúrar og síki löngu horfin. Kastalinn var settur á heimsminjaskrá UNESCO 2002. Í dag er hann notaður sem bókasafn og borgarskjalasafn.
* Kjörfurstahöllin er aðsetur síðustasíðasta erkibiskupsins og kjörfurstans í Trier, Clemens Wenzeslaus frá Saxlandi. Hann lét reisa höllina [[1777]]-[[1793|93]], sem er einn hinn síðasti furstakastali sem reistur var í Þýskalandi fyrir byltinguna miklu í Frakklandi. Kastalinn var að sjálfsögðu hugsaður fyrir biskupana og kjörfurstana til frambúðar, en aðeins örfáum árum seinna hertóku Frakkar héraðið og lögðu kjörfurstadæmið niður. Innviðið var því ekki að fullu lokið. Kastalinn þjónaði því aldrei sem aðsetur, heldur sem herspítali á franska tímanum og herstöð á prússneska tímanum, en einnig sem skrifstofur. Í loftárásum seinna stríðs nær gjöreyðilagðist kastalinn, þannig að víða stóðu aðeins múrarnir eftir. Hann var reistur á ný [[1950]]-[[1951|51]] í stíl við sjötta áratuginn. Í dag eru ríkisskrifstofur í kastalanum. Hann var settur á heimsminjaskrá UNESCO 2002.
* [[Kastorkirkjan í Koblenz|Kastorkirkjan]] er elsta kirkja borgarinnar. Hún var reist á [[9. öldin|9. öld]]. Allmikil saga tengist þessari kirkju.
* Frúarkirkjan er gömul rómönsk kirkja í borginni. Hún var reist [[1180]]-[[1205]] og helguð Maríu mey. Byggingin er ofan á rústum gamallar kapellu frá 4. öld. [[1404]]-[[1430|30]] var kirkjunni breytt og fékk sína gotnesku ásýnd. Þegar [[Loðvík 14.|Loðvík XIV]] Frakkakonungur herjaði á borgina [[1688]] lenti fallbyssuskot á turnana og brenndi þá niður. Eftir það fékk kirkjan núverandi turna sína, en þeir eru afar sérstæðir, sennilega sérkennilegustu kirkjuturnar Þýskalands. Í loftárásum 1944 brunnu turnarnir og þakið en skipið slapp. Viðgerðum lauk [[1955]].