„Koblenz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: de:Koblenz
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
|-----
|}
'''Koblenz''' er þriðja stærsta borgin í þýska sambandslandinu [[Rínarland-Pfalz|Rínarlandi-Pfalz]] og er með 106 þúsþúsund íbúa. Borgin var stofnuð af [[Rómverjar|Rómverjum]] og er með elstu borgum [[Þýskaland]]s. Hlutar hennar eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]].
 
'''Koblenz''' er þriðja stærsta borgin í þýska sambandslandinu [[Rínarland-Pfalz|Rínarlandi-Pfalz]] og er með 106 þús íbúa. Borgin var stofnuð af [[Rómverjar|Rómverjum]] og er með elstu borgum [[Þýskaland]]s. Hlutar hennar eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]].
 
== Lega ==
Lína 32 ⟶ 31:
 
== Skjaldarmerki ==
[[Skjaldarmerki]] Koblenz er rauður kross á silfurlituðum grunni og gullkórónu fyrir framan. Merki þetta kom fyrst fram á [[14. öldin|14. öld]] og er tákn erkibiskupsdæmisins [[Trier]], en Koblenz tilheyrði því frá [[1018]]. Kórónan er tákn [[María mey|Maríu mey]], verndardýrling borgarinnar.
 
== Orðsifjar ==
Lína 38 ⟶ 37:
 
== Söguágrip ==
 
Landsvæðin sem Koblenz heyrði til:
<timeline>
Lína 67 ⟶ 65:
 
=== Rómverjar ===
Það var [[SesarJúlíus Caesar]] sjálfur sem fyrstur Rómverja kom til borgarstæðisins Koblenz árið 55 f.Kr. eftir að hafa sigrað galla í gallversku stríðunumGallastríðunum. Fyrsta virki Rómverja á staðnum reis þó ekki fyrr en á tíma [[Ágústus]]ar keisara, en það var reist til að tryggja leiðina um Rínardalinn milli [[Mainz]], [[Köln]] og [[Xanten]]. Í kjölfarið myndaðist rómversk byggð á staðnum. Því er Koblenz með elstu borgum Þýskalands. Um 85 e.Kr. tilheyrði virkið og byggðin þar í kring skattlandinu Germania Superior. Rómverjar lögðu brýr yfir Rín og Mósel. Brúin yfir Rín var gerð úr 650-750 eikarbolum með járnbroddi efst. 51 bolur eru enn til í dag. Snemma á 4. öld þrengdu [[germanir]] sér yfir landamæravegg Rómverja (''Limes''). Til að vernda borgina gegn framsókn þeirra lét [[Konstantínus mikli|Konstantínus]] keisari víggirða Koblenz með þykkum múrum og 19 varðturnum. En allt kom fyrir ekki. Germanir héldu áfram að flæða yfir rómversk svæði. Snemma á 5. öld yfirgáfu Rómverjar borgina, en [[frankar]] settust að á svæðinu. Rómverjar munu sennilega hafa brennt brýrnar sem þeir höfðu lagt, en borgarmúrarnir stóðu uppi í margar aldir enn.
 
=== Frankar ===
Heimildir eru um að konungar frankaríkisins hafi ósjaldan setið í borginni. Þannig sat Kildebert II þar árið [[585]] og hélt móttökur og ef til vill þing. Eftir lát [[Karlamagnús]]ar erfði [[Lúðvík hinn frómi]] allt ríkið. En hann hafði takmarkaðan áhuga á stjórnun þess. Því börðust synir hans þrír um yfirráðin og drógust bardagar á langinn. Loks var ákveðið að setjast niður og skipta frankaríkinu mikla í þrjá hluti. Sáttarfundir þessir fóru fram í Koblenz 19. – 24. [[október]] [[842]]. Samningurinn sjálfur var þó ekki undirritaður fyrr en ári síðar í borginni [[Verdun]] ([[Verdun-samningurinn]]). Samkvæmt honum lenti Koblenz í miðjuríkinu, Lóþaringíu. [[870]] var Lóþaringíu skipt í tvennt (Mersen-samningurinn). Lenti annar hlutinn í vesturríkinu ([[Frakkland]]i), en hinn hlutinn, ásamt Koblenz, í austurríkinu ([[Heilaga rómverska ríkið|þýska ríkinu]]). Þar með varð Koblenz endanlega þýsk borg og svo er enn. Árið [[882]] sigldu [[víkingar]] upp eftir Rínarfljóti og gerðu víða strandhögg. Þannig komu þeir einnig til Koblenz, en hana rændu þeir og brenndu.
 
=== Yfirráð biskupa ===
Lína 85 ⟶ 83:
=== Nýrri tímar ===
[[Mynd: Koblenz 1945.jpg|thumb|Koblenz í rústum í lok heimstyrjaldarinnar síðari]]
1814 úrskurðaði [[Vínarfundurinn]] að Koblenz skyldi tilheyra [[Prússland]]i. Prússar víggirtu borgina gífurlega. Háir og þykkir múrar voru reistir umhverfis borgina. Múrarnir voru þó engin prýði fyrir borgina og voru rifnir aftur [[1890]] til að skapa byggingarsvæði fyrir ört vaxandi borgina. Þá var [[iðnbyltingin]] í fullum gangi. Koblenz kom ekki við sögu í [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjöldinni fyrri]]. Í stríðslok hins vegar hernámu [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]] borgina sem héldu henni til [[1923]]. Þá eftirlétu þeir Frökkum borgina. Franski herinn yfirgaf Koblenz ekki fyrr en [[1929]]. Ári síðar sótti ríkisforsetinn [[Hindenburg|Paul von Hindenburg]] borgina heim til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af frelsun borgarinnar. Þá átti sér stað stórslys eftir flugelda kvöld eitt að bráðabirgðabrú eyðilagðist og féllu tugir manna í Rínarfljót. 38 manns biðu bana. Í [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]] varð Koblenz fyrir gífurlegum loftárásum. Þær verstu urðu [[6. nóvember]] [[1944]], en þá létu breskar flugvélar 150 þús sprengjum rigna yfir borgina. Eyðileggingin var ótrúleg. Um 87% hennar voru rústir einar. Borgarbúar neyddust til að yfirgefa borgina. Í [[mars]] [[1945]] sprengdu nasistar allar brýr yfir Rín og Mósel. Aðeins nokkrum dögum síðar hernámu Bandaríkjamenn borgina. Þeir fundu aðeins fáeinar sálir í rústunum þar. Um sumarið eftirlétu þeir Frökkum borgina, enda var hún á hernámssvæði Frakka. [[1946]] var sambandslandið Rínarland-Pfalz stofnað. Koblenz varð að höfuðborg þess lands. [[1950]] var hins vegar ákveðið að færa höfuðborgina til Mainz. Á móti kom þó að ýmsar ríkisskrifstofur voru fluttar til Koblenz. [[1957]] fengu þýskir hermenn að flytja í herstöðvar í Koblenz, sem enn í dag er stærsta þýska herstöðin í Þýskalandi. Síðustu frönsku hermennirnir yfirgáfu borgina [[1969]]. Árið [[2002]] voru fjölmargar byggingar í borginni settar á [[heimsminjaskrá UNESCO]].
 
== Frægustu börn borgarinnar ==
Lína 97 ⟶ 95:
[[Mynd: Panorama Festung Ehrenbreitstein.jpg|thumb|Ehrenbreitstein]]
[[Mynd: Schlossstolzenfels.jpg|thumb|Stolzenfelskastalinn]]
* '''Ehrenbreitstein''' er gríðarstórt virki eða röð samtengdra virkja, meðal þeirra stærstu í [[Evrópa|Evrópu]]. Virkið var reist í upphafi prússneska tímans, 1815-34. Margir hlutar hafa varðveist vel, aðrir minna og sumir eru rústir einar. Virkin voru gríðarlega sterk og vel mönnuð þar til Bismarck sigraði Frakkland í stríði [[1871]]. Þá færðust landamæri ríkjanna lengra vestur ([[Metz]] og [[Strassborg]] urðu þýskar), þannig að vægi virkjanna minnkaði töluvert. Þau skemmdust nokkuð í loftárásum seinna stríðsins, sum gjöreyðilögðust. Hluti virkjanna voru sett á heimsminjaskrá UNESCO 2002.
* '''Stolzenfels''' er virki og kastali á hæð einni við Koblenz. Virkið var reist [[1242]]-[[1259|59]] af erkibiskupnum Arnold II frá Isenburg sem tollstöð. Í 30 ára stríðinu hertóku fyrst Svíar virkið og síðan Frakkar, hvorir um sig í tvö ár. [[1689]] var virkinu nærri eytt af Frökkum í 9 ára stríðinu. Eftir það var það bara rústir einar í 150 ár. [[1815]] gaf borgin konungnum í Prússlandi rústirnar. [[Friðrik Vilhjálmur IV (Prússland)|Friðrik Vilhjálmur IV]] lét eftir það gera við virkið og að auki reisa kapellu og kastala sem sumardvalarstað. Hann var svo vígður [[1842]]. Þremur árum seinna heimsótti [[Viktoría Bretadrottning|Viktoría]] Englandsdrottning kastalann. Í dag er hluti kastalans opinn fyrir almenningi. Virkið og kastalinn voru sett á heimsminjaskrá UNESCO 2002.
* '''Alte Burg''' er fyrrverandi vatnakastali frá gamalli tíð. Hann var reistur [[1185]] af von der Arken ættinni og var notast við efni úr fornum rómverskum hringturni. Kastalinn var þá hluti af miðborg Koblenz og jafnvel varnarmúrnum. Þegar Frakkar hertóku héraðið [[1806]], breyttu þeir kastalanum í verksmiðju sem var starfrækt til [[1897]], en þá eignaðist borgin bygginguna. Hún skemmdist óverulega í loftárásum seinna stríðsins og var gerð upp [[1960]]-[[1962|62]]. Að sjálfsögðu eru allir varnarmúrar og síki löngu horfin. Kastalinn var settur á heimsminjaskrá UNESCO 2002. Í dag er hann notaður sem bókasafn og borgarskjalasafn.
* '''Kjörfurstahöllin''' er aðsetur síðusta erkibiskupsins og kjörfurstans í Trier, Clemens Wenzeslaus frá Saxlandi. Hann lét reisa höllina [[1777]]-[[1793|93]], sem er einn hinn síðasti furstakastali sem reistur var í Þýskalandi fyrir byltinguna miklu í Frakklandi. Kastalinn var að sjálfsögðu hugsaður fyrir biskupana og kjörfurstana til frambúðar, en aðeins örfáum árum seinna hertóku Frakkar héraðið og lögðu kjörfurstadæmið niður. Innviðið var því ekki að fullu lokið. Kastalinn þjónaði því aldrei sem aðsetur, heldur sem herspítali á franska tímanum og herstöð á prússneska tímanum, en einnig sem skrifstofur. Í loftárásum seinna stríðs nær gjöreyðilagðist kastalinn, þannig að víða stóðu aðeins múrarnir eftir. Hann var reistur á ný [[1950]]-[[1951|51]] í stíl við sjötta áratuginn. Í dag eru ríkisskrifstofur í kastalanum. Hann var settur á heimsminjaskrá UNESCO 2002.
* [[Kastorkirkjan í Koblenz|Kastorkirkjan]] er elsta kirkja borgarinnar. Hún var reist á [[9. öldin|9. öld]]. Allmikil saga tengist þessari kirkju.
* '''Frúarkirkjan''' er gömul rómönsk kirkja í borginni. Hún var reist [[1180]]-[[1205]] og helguð Maríu mey. Byggingin er ofan á rústum gamallar kapellu frá 4. öld. [[1404]]-[[1430|30]] var kirkjunni breytt og fékk sína gotnesku ásýnd. Þegar [[Loðvík 14.|Loðvík XIV]] Frakkakonungur herjaði á borgina [[1688]] lenti fallbyssuskot á turnana og brenndi þá niður. Eftir það fékk kirkjan núverandi turna sína, en þeir eru afar sérstæðir, sennilega sérkennilegustu kirkjuturnar Þýskalands. Í loftárásum 1944 brunnu turnarnir og þakið, en skipið slapp. Viðgerðum lauk [[1955]].
 
== GalleríMyndasafn ==
<center>
<gallery>