Munur á milli breytinga „Langreyður“

4 bæti fjarlægð ,  fyrir 10 árum
m
Á seinni hluta 19. aldar varð tæknibylting í hvalveiðum með tilkomu vélknúinna skipa og sprengiskutuls og þannig var hægt að veiða hraðskreiðari hvalategundir eins og reyðarhvalina langreyði og steypireyði. Þessar tegundir urðu þá aðalnytjategundirnar og ofveiði var mikil. Talið er að um 704.000 langreyðar hafi verið veiddar á hvalveiðistöðvum við Suðurskautslandið á milli 1904 og 1975. Hvalalýsi var þá notað í ljósmeti sem lýsti upp götur í borgum.
 
Norðmenn reistu hvalstöðvar á Íslandi upp úr [[1880]] á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] og síðar á Austurlandi. Hvalveiðarnar við Ísland voru í hámarki árið 1902 en þá komu 1300 hvalir á land og voru 30 skip við veiðarnar. Vegna þessarar veiði fækkaði hval stórlega og um 1910 samþykkti [[Alþingi]] lög um bann við veiðum og vinnslu á stórhvölum innan íslenskrar lögsögu og árið 1916 hættu allar hvalstöðvar við Ísland rekstri. Norðmenn veiddu stórhveli við Ísland á litlum hvalveiðibátum og hvalurinn var unninn í verksmiðjuskipum sem héldu sig utan landhelgi sem var á þessum tíma þrjár mílur. Árið 1933 var hvalveiðibanni við Ísland aflétt og árið 1935 tók til starfa hvalveiðistöð á [[Suðureyri]] við Tálknafjörð sem starfaði þar til [[seinni heimsstyrjöldin]] skall á. Árið 1948 tók til starfa hvalveiðistöð í [[Hvalfjörður|Hvalfirði]] og starfaði hún til 1985 þegar hvalveiðistöðvun Alþjóðahvalveiðiráðsins gekk í gildi. Á árunum 1948 til 1985 voru veiddar við Ísland að jafnaði 240 langreyðar á ári. Veiðar á langreyði og sandreyði voru stundaðar í vísindaskyni 1985 til 1989. Árið 2009 slátruðuveiddu Íslendingar 125 langreyðarlangreyður, en þær eru í útrýmingarhættu.
 
== Myndasafn ==