„Ræktunartankur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
m laga tengil
m +gilker
Lína 1:
[[Mynd:Bench-scale Bioreactor.JPG|right|thumb|Bioréacteur de laboratoire pour la culture de cellules mammifères|Ræktunartankur (tveggja lítra) fyrir dýrafrumur á rannsóknastofu. Umhverfi frumnanna er haldið stöðugu með stýrðri sídælingu næringarefna, [[basi|basa]] til [[sýrustig]]sstillingar, o.fl. með peristaltískum dælum.]]
'''Ræktunartankur''', '''gerjunarílát''', '''gilker''' eða '''fermentor''' er sérútbúið ílát til [[ræktun örvera|ræktunar]] [[örvera]] eða annarra [[fruma|frumna]] með það að markmiði að framleiða afurðir, svo sem frumumassa, [[einfrumuprótín]] eða tiltekna [[efnaskipti|efnaskiptaafurð]]. Ræktunartankar eru því grunnútbúnaður til framleiðslu á hvers kyns [[líftækni]]afurðum. Tankarnir geta verið af ýmsum stærðum og gerðum eftir notkun. Rannsóknastofutankar til skimunar eftir afurðarmyndandi frumum taka gjarnan [[rúmmál]] upp á fáeina millilítra, en ekki er óalgengt að tankar til verksmiðjuframleiðslu [[gerjun]]arafurða taki þúsundir [[rúmmetri|rúmmetra]].<ref>W. Crueger og A. Crueger (1989) ''Lehrbuch der angewandten Mikrobiologie''. R. Oldenbourg Verlag GmbH, München. ISBN: 3486284029.</ref>
 
Ílát sem nefna mætti ræktunartanka hafa verið notuð til framleiðslu gerjaðra matvæla, svo sem [[bjór (öl)|bjórs]], [[vín]]s og [[sojasósa|sojasósu]], um árþúsund, en nútíma ræktunartankar eru öllu þróaðri og gefa kost á nákvæmri stýringu ýmissa umhverfis- og næringarþátta, svo sem á [[hitastig]]i, blöndunarhraða, froðumyndun, [[sýrustig]]i, [[súrefni]]sstyrk, magni og hlutföllum [[næringarefni|næringarefna]] og ýmsu fleiru.