„Alexanders saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
aðalatriði í útskýringartexta - og svo sagt frekar frá í megintexta - regla sem gleymist æði oft hér á íslensku wikipediu
Lína 1:
'''Alexanders saga''' er forn íslensk saga um [[Alexander mikli|Alexander mikla]], þýðing á söguljóði sem [[Frakkland|franska]] skáldið [[Gualterus|Philippus Gualterus]] orti á [[latína|latínu]] um 1180. ''Alexanders saga'' er þýðing á söguljóðinu ''Alexandreis'', sem er kallað ''Alexanderskviða'' á íslensku. [[Halldór Laxness]] stuðlaði að því að hún kæmi fyrir almenningssjónir um miðjan fimmta áratug 20. aldar, enda mikill aðdáandi verksins.
 
== Um söguna ==
''Alexanders saga'' er þýðing á söguljóðinu ''Alexandreis'', sem er kallað ''Alexanderskviða'' á íslensku. Almennt er talið að [[Brandur Jónsson]] biskup á Hólum 1263–1264 hafi þýtt Alexanderskviðu á íslensku, og má þar t.d. vísa til eftirmála [[Gyðinga saga | Gyðinga sögu]] þar sem sagt er að Brandur hafi þýtt söguna. Brandur fékkst talsvert við kennslu, og var Alexanderskviða vinsælt kennsluefni í latínu á miðöldum. Talið er hugsanlegt að Brandur hafi þýtt söguna samhliða kennslunni, svipað og [[Sveinbjörn Egilsson]] gerði með [[Hómerskviður]]. Brandur tekur verk sitt sjálfstæðum tökum. Hann umritar söguljóð yfir í laust mál, sleppir formála frumritsins, einnig efniságripi í upphafi hverrar bókar o.fl. Einnig styttir hann þar sem ljóðmælandinn gerist langorður.
 
Öllum sem um Alexanders sögu hafa fjallað ber saman um að hún sé afrek að máli og stíl. [[Árni Magnússon]] hreifst af málfarinu í sögunni og undirbjó útgáfu, en þau gögn brunnu í [[Kaupmannahöfn]] [[1728]]. Einnig er til fullbúið prentsmiðjuhandrit, sem ætlað var til útgáfu í [[Hrappseyjarprentsmiðja|Hrappsey]] [[1784]], en hætt var við útgáfuna vegna [[Móðuharðindin|Móðuharðindanna]]. [[Halldór Laxness]] hreifst svo af verkinu að hann beitti sér fyrir því að Alexanders saga var gefin út árið [[1945]] í alþýðlegri útgáfu. Í formála bókarinnar segir Halldór:
:„Hverjum manni sem ritar á íslensku, jafnvel á vorum dögum, ætti að verða til eftirdæmis sá hreinleiki og tignarbragur norræns máls, sem hér birtist í samhæfingu við erlent efni. Af þeim vitra og lærða manni, sem bókina þýddi, geta Íslendingar allra tíma lært fleira en eitt um það, hvernig útlenda hluti skal um ganga á Íslandi.“
 
== Handrit Alexanders sögu ==