„Alexanders saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lagfæringar
Lína 1:
'''Alexanders saga''' er forn íslensk saga um [[Alexander mikli|Alexander mikla]], þýðing á söguljóði á [[latína|latínu]] frá því um 1180 eftir [[Gualterus|Philippus Gualterus]].
 
== Um söguna ==
''Alexanders saga'' er þýðing á söguljóðinu ''Alexandreis'', sem er kallað ''Alexanderskviða'' á íslensku. Almennt er talið að [[Brandur Jónsson]] biskup á Hólum 1263-12641263–1264 hafi þýtt Alexanderskviðu á íslensku, og má þar t.d. vísa til eftirmála [[Gyðinga saga | Gyðinga sögu]] þar sem sagt er að Brandur hafi þýtt söguna. Brandur fékkst talsvert við kennslu, og var Alexanderskviða vinsælt kennsluefni í latínu á miðöldum. Talið er hugsanlegt að Brandur hafi þýtt söguna samhliða kennslunni, svipað og [[Sveinbjörn Egilsson]] gerði með [[Hómerskviður]]. Brandur tekur verk sitt sjálfstæðum tökum. Hann umritar söguljóð yfir í laust mál, sleppir formála frumritsins, einnig efniságripi í upphafi hverrar bókar o.fl. Einnig styttir hann þar sem ljóðmælandinn gerist langorður.
 
== Hrifning og útgáfur ==
Öllum sem um Alexanders sögu hafa fjallað ber saman um að hún sé afrek að máli og stíl. [[Árni Magnússon]] hreifst af málfarinu í sögunni og undirbjó útgáfu, en þau gögn brunnu í [[Kaupmannahöfn]] [[1728]]. Einnig er til fullbúið prentsmiðjuhandrit, sem ætlað var til útgáfu í [[Hrappseyjarprentsmiðja|Hrappsey]] [[1784]], en hætt var við útgáfuna vegna [[Móðuharðindin|Móðuharðindanna]]. [[Halldór Laxness]] hreifst svo af verkinu að hann beitti sér fyrir því að Alexanders saga var gefin út árið [[1945]] í alþýðlegri útgáfu. Í formála bókarinnar segir Halldór: „Hverjum manni sem ritar á íslensku, jafnvel á vorum dögum, ætti að verða til eftirdæmis sá hreinleiki og tignarbragur norræns máls, sem hér birtist í samhæfingu við erlent efni. Af þeim vitra og lærða manni, sem bókina þýddi, geta Íslendingar allra tíma lært fleira en eitt um það, hvernig útlenda hluti skal um ganga á Íslandi.“
 
== Handrit Alexanders sögu ==
Sagan er varðveitt í nokkrum handritum, sem hafa hana í tveimur gerðum, A (lengri gerð) og B (styttri gerð):
* AM 519 4to, aðalhandrit A-flokksins, ritað um 1300, í það vantar 2 blöð. Árni Magnússon keypti handritið í [[Björgvin]] árið 1690, en það er þó íslenskt. Það var gefið út ljósprentað 1966, og ritaði [[Jón Helgason]] ítarlegan inngang.
* AM 226 fol., aðalhandrit B-flokksins, talið ritað í [[Helgafellsklaustur|Helgafellsklaustri]] 1350-1370, og er sagan þar heil.
* AM 225 fol., er eftirrit AM 226 frá því um 1400.
* AM 655 XXIX 4to, brot úr handriti frá því um 1300, 4 blöð.
* Perg 4to no. 24, brot úr handriti frá 15. öld, 22 blöð.
 
Í B-flokknum er texti sögunnar talsvert styttur, en söguþræðinum þó haldið að fullu. Í AM 226 fol. er skotið inn í söguna íslenskri þýðingu á bréfi [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] til [[Aristóteles]]ar um undur [[Indland]]s. Þetta bréf er aftan við söguna í síðasttalda handritinu.
 
== Alexanders saga útgefin ==
Alexanders saga hefur fjórum sinnum verið gefin út.:
* Alexanders saga, [[Carl Richard Unger]] gaf út, Christiania 1848.
* Alexanders saga, [[Finnur Jónsson (málfræðingur)|Finnur Jónsson]] gaf út, Kaupmannahöfn 1925.
* Alexandreis, það er Alexanders saga mikla, [[Halldór Kiljan Laxness]] átti frumkvæði að útgáfunni, Reykjavík 1945.
* Alexandreis, það er Alexanders saga á íslensku, [[Gunnlaugur Ingólfsson]] bjó til prentunar, Reykjavík 2002.
 
==Heimildir==
* Ofangreindar útgáfur sögunnar.
 
== Tenglar ==