Munur á milli breytinga „Játmundur járnsíða“

ekkert breytingarágrip
| dánardagur = 30. nóvember, 1016
| dánarstaður = [[Glastonbury]], [[England]]i
| grafinn = [[Glastonbury Abbeyklaustrið]]
| faðir = [[Aðalráður ráðlausi]]
| móðir = [[AelgifuAelfgifu frá NorthamptonNorthamton]]
| börn = <br />
* [[Játvarður útlagi]]
'''Játmundur járnsíða''', '''Játmundur sterki''' eða '''Játmundur 2.''' ([[989]] – [[30. nóvember]] [[1016]]) var [[konungur Englands]] frá [[23. apríl]] 1016 þar til hann lést 30. nóvember sama ár.
 
Játmundur var næstelsti sonur Aðalráðs ráðlausa og AelgifuAelfgifu konu hans og varð ríkiserfingi þegar Aðalsteinn bróðir hans dó 1014. Hann gerði uppreisn gegn föður sínum en þegar víkingaher [[Knútur ríki|Knúts ríka]] réðist á England [[1015]] og Játmundur komst að því að Knútur naut meiri stuðnings hluta enska aðalsins en hann sjálfur gekk hann til liðs við föður sinn. Aðalráður var þó veikur og lést 23. apríl [[1016]]. Játmundur varð þá konungur.
 
Eftir að hafa tekist að verja [[London]] fyrir umsátri Knúts laut hann í lægra haldi [[18. október]] í orrustu við [[Ashingdon]] (''Assatún'') í [[Essex]]. Konungarnir gerðu þá með sér samkomulag þar sem Játmundur hélt Wessex en Knútur fékk öll lönd norðan við ána [[Thames]] og jafnframt var samið um að ríki þess sem fyrr félli frá gengi sjálfkrafa í arf til hins. Rúmlega mánuði síðar lést Játmundur í [[Oxford]] eða London og lönd hans gengu til Knúts. Dánarorsök hans er óviss og sumir hafa haldið því fram að hann hafi verið ráðinn af dögum.
Óskráður notandi