„Þrændalög“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Myndir
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Trøndelag kart.PNG|thumb|right|150px| Þrændalög í Noregi.]]
'''Þrændalög''' ([[norska]]: ''Trøndelag'') er landshluti í [[Noregur|Noregi]] sem skiptist í tvö fylki: [[Suður-Þrændalög]] og [[Norður-Þrændalög]]. Þrændalög eru 41.262 ferkílómetrar að stærð (12,7 % af flatarmáli Noregs) og þar bjuggu 411.362 manns 1. oktober 2007 (8,7 % af íbúum Noregs). Þéttleiki byggðar er tæplega 10 íbúar á ferkílómetra.
 
Að fornu var nafnið Þrándheimur einnig notað um byggðirnar umhverfis [[Þrándheimsfjörður|Þrándheimsfjörðinn]]. Fyrri liðurinn, „Þrándur“, getur verið mannsnafn, en vísar líklega frekar til fólksins sem bjó þar, sem var kallað Þrændir. Nafnið „Þrændalög“ er dregið af því að þetta varð snemma sameiginlegt stjórnsýslusvæði, með sameiginlega löggjöf. [[Danalög]] á [[England]]i er hliðstæð nafngift.