„Elly Vilhjálms“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kfk (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kfk (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Elly ólst upp í Höfnum, næst elst meðal fjögurra bræðra. Þegar hún hafði slitið barnskónum fór hún í [[Héraðskólinn|Héraðsskólann]] á [[Laugarvatn|Laugarvatni]] þar sem hún átti góða daga en að námi loknu lá leiðin til [[Reykjavík|Reykjavíkur]] þar sem hún fékk vinnu sem vélritunarstúlka. Jafnframt vinnunni sótti hún leiklistarnámskeið hjá [[Ævar Kvaran|Ævari Kvaran]]. Þegar hún sá auglýsingu í blaði „söngkona óskast“, skellti hún sér í prufu og áður en hún vissi af var hún orðin dægurlagasöngkona. Draumurinn rættist og hún sló í gegn sem söngkona með hljómsveit [[Bjarni Böðvarsson|Bjarna Böðvarssonar]]. Bjarni (faðir Ragnars söngvara) var með vikulega útvarpsþætti í [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpinu]] þar sem hann kynnti þessa einstæðu rödd. Raddbeitingin og túlkunin var á þann veg að þjóðin heillaðist.
 
Ferill hennar var glæstur hjá hljómsveitum á borð við [[KK-sextettinn]] og [[Hljómsveit Svavars Gests]]. Svavar, sem varð þriðji og síðasti eiginmaður hennar, var líka hljómplötuútgefandi og hjá [[SG hljómplötur|SG hljómplötum]] söng hún mörg lög inn á plötur. Fyrsta plata Ellyar var smáskífa með laginu „Ég„[[Ég vil fara upp í sveit“sveit]]“ sem kom út 1960. Mörg laga sinna söng hún á móti karlsöngvurum eins og [[Vilhjálmur Vilhjálmsson|Vilhjálmi]], bróður hennar, [[Ragnar Bjarnason|Ragnari Bjarnasyni]] og [[Einar Júlíusson|Einari Júlíussyni]].
 
Eina sólóplatan sem Elly söng inn á var LP-platan ''[[Elly Vilhjálms - Lög úr söngleikjum og kvikmyndum|Lög úr söngleikjum og kvikmyndum]]'' sem kom út hjá SG hljómplötum 1966. Þá söng Elly tíu lög inn á jólaplötuna ''[[Jólafrí]]'' sem [[Skífuna|Skífan]] gaf út 1988. Segja má að plötuferill Ellyar hafi verið frekar stuttur miðað við frægð hennar og vinsældir allt fram að andlátinu 1995. Sérstæðasta verkið á ferlinum er ef til vill lagið „Sveitin milli sanda“ eftir [[Magnús Blöndal Jóhannsson]], þar sem hún hummar frekar en að syngja lag án texta.