„Ormur Snorrason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Flokkar
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Ormur hefur líklega verið fæddur um 1320. Hann sigldi með Guðmundi bróður sínum [[1344]] og var Guðmundur þá orðinn sýslumaður; hann hefur sennilega verið heldur eldri en Ormur. Guðmundur var sýslumaður í [[Snæfellsnessýsla|Snæfellsnessýslu]] en fórst í siglingu [[1354]] og tók Ormur við sýslunni eftir lát hans. Ormur varð lögmaður sunnan og austan [[1359]]. Hann fór í norðurreiðina með [[Smiður Andrésson|Smiði Andréssyni]] hirðstjóra og [[Jón Guttormsson skráveifa|Jóni skráveifu]] lögmanni eftir [[Alþingi]] [[1362]], tók þátt í [[Grundarbardagi|Grundarbardaga]] varð og fékk þar [[kirkjugrið]]. Vísur sem ortar voru eftir bardagann benda til þess að framganga hans þar hafi ekki þótt sérlega hetjuleg.
 
Ormur sigldi, líklega sumarið 1365, og kom aftur árið eftir ásamt [[Andrés Gíslason|Andrési Gíslasyni]] og höfðu þeir saman fengið hirðstjórn á landinu. Var Ormur hirðstjóri norðan og vestan [[1366]]-[[1368]]. Hann var svo aftur lögmaður sunnan og austan [[1374]]-[[1375]]. Hans er síðast getið í heimildum árið [[1401]] og hefur hann líklega dáið skömmu síðar.
 
Ormur var mikill auðmaður og hafði menningarlegan metnað. Hann lét gera tvær af fegurstu skinnbókum sem varðveist hafa hér á landi, þ.e. [[Skarðsbók|Skarðsbók Jónsbókar]] um [[1363]], og [[Skarðsbók|Skarðsbók postulasagna]]. Þá síðari gaf hann kirkjunni á Skarði að hálfu leyti, en hinn helminginn skyldi bóndinn á Skarði eiga.
 
Í Svíþjóð var til á 17. öld mikil skinnbók, sem kölluð var [[Bók Orms Snorrasonar]]. Í henni voru riddarasögur o.fl. Bókin er talin hafa brunnið árið 1697.
 
Kona Orms var Ólöf, óvíst hvers dóttir. Börn þeirra voru: