„Skortstaða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
Sem dæmi um vel heppnaða skortstöðu má taka [[Northern Rock]] [[banki|bankann]] í [[Bretland]]i. Í [[febrúar]] [[2007]] var gengi hlutabréfa í bankanum 12,5 [[pund]]. Fjárfestar voru þá þegar farnir að spá verðfalli bréfanna vegna hugsanlegs lausafjárvanda í kjölfar tapaðra útlána til húseigenda í [[Bandaríkjunum]]. Í [[september]] 2007 féll gengið undir 2 pund. Talið er að allt að þriðjungur hlutafjár bankans hafi þá verið bundið í skortstöðum og hagnaður fjárfesta af þeim hafi verið meira en 1 [[milljarður]] punda.
 
Í sumum löndum eru skortstöður bannaðar með [[lög]]um eða þeim settar strangar skorður. Þetta er m.a. vegna þess að víðtækar skortstöður geta haft áhrif á verðmyndun hlutabréfa á markaði og ýkt verðsveiflur. Einnig er spurning um hversu siðlegt það er að vogunarsjóðir geti haft stórfelldan hag af því að ýta undir áhlaup á fyrirtæki í viðkvæmum rekstri, eins og banka. Það er ekki síst hættulegt á krepputímum, því að gjaldþrot eins mikilvægs fyrirtækis getur leitt til keðjuverkunar á markaði og loks algjörs fjármálahruns.
 
== Á Íslandi ==