„Gjóskulagafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
D'ohBot (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Upphafsmaður gjóskulagarannsókna var [[Sigurður Þórarinsson]], sem í doktorsritgerð sinni 1944, rannsakaði gjóskulög úr Heklu, einkum í [[Þjórsárdalur|Þjórsárdal]] og nágrenni. Sigurður gerði gjóskulagafræði að alþjóðlegri fræðigrein og tók upp nafnið „tefra“ um loftborin föst gosefni, en orðið fann hann í fornu [[latína|latnesku]] riti eftir [[Plinius yngri|Plinius yngra]].
 
Í seinni tíð hefur [[Guðrún Larsen]], jarðfræðingur við jarðvísindastofnun [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], fengist mikið við gjóskulagarannsóknir, sem hafa m.a. varpað ljósi á gossögu [[Veiðivötn|Veiðivatna]] og [[Katla|Kötlu]]. Ný tækni við efnagreiningu örsmárra öskusýna hefur á síðari árum opnað nýjar víddir í þessum rannsóknum. Einnig hafa kjarnaboranir í gegnum [[Grænland]]sjökul gert mönnum kleift að tímasetja af nokkurri nákvæmni [[Sögulegur tími|söguleg]] og [[forsögulegur|forsöguleg]] stórgos á Íslandi.
 
Eftir 1995, þróaði [[C. S. M. Turney]] og aðrir tækni til að greina gjóskulög sem eru ekki sýnileg berum augum, og hefur hún aukið mjög notagildi gjóskulagarannsókna. Þessi tækni byggist á mismunandi eðlismassa smásærra gjóskukorna og setsins sem þau leynast í. Þannig hefur t.d. tekist að rekja öskulag (Vedde-öskulagið), sem fundist hefur á [[Bretland]]i, í [[Svíþjóð]], [[Holland]]i, [[Soppensee]] í [[Sviss]] og á tveimur stöðum við [[Kirjálaeiði]] hjá [[Sankti Pétursborg]].