„Poul Egede“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Poul Egede''' eða '''Povel Hansen Egede''' ([[9. september]] [[1708]] — [[6. júní]] [[1789]]) var dansk-norskur [[guðfræðingur]], [[málvísindi|málvísindamaður]] og [[trúboð]]i á [[Grænland]]i. Hann átti stóran þátt í því að skapa grænlenskt ritmál.
 
Poul var sonur [[Hans Egede]] Grænlandstrúboða og konu hans, Gertrud Rask. Hann fæddist í Kabelvåg í [[Lofoten]] í [[Noregur|Noregi]], þar sem faðir hans var þá prestur, fluttist með foreldrum sínum til Grænlands tólf ára að aldri vorið [[1721]], ólst þar upp og lærði [[grænlenska|grænlensku]]. Árið [[1728]] hélt hann til [[Danmörk|Danmerkur]] til náms og lauk guðfræðiprófi [[1734]]. Hann var trúboði í [[Qasigiannguit|Christianshåb]] 1736-1740. Þar vann hann meðal annars að þýðingum úr dönsku á grænlensku í félagi við konu sem Arnarssaq hét.
 
Hann sneri aftur til Danmerkur [[1740]] og varð prestur í Vartov. Hann gaf út fyrstu grænlensku [[orðabók]]ina [[1750]], grænlenska [[málfræði]] [[1760]] og [[Nýja testamentið]] á grænlensku [[1766]]. Hann varð forstöðumaður munaðarleysingjahælisins [[Vajsenhús]]s [[1774]] og árið [[1779]] varð hann [[biskup]] yfir Grænlandi. Hann lést í [[Kaupmannahöfn]] áttræður að aldri.