„Ingólfur Arnarson (stytta)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Dagvidur (spjall | framlög)
→‎Saga: millifyirirsagnir settar inn og tenglar
Lína 6:
== Saga ==
Að reisa líkneski af [[Ingólfur Arnarson|Ingólfi Arnarssyni]] landnámsmanns á sér langan aðdraganda. Sveinbjörn Hallgrímsson og Magnús Grímsson vöktu fyrstir máls á því um miðja átjándu öld að reisa þyrfti fyrsta landnámsmanni vorum einhverskonar minnismerki.
 
'''Þjóðernisrómantík 19. aldar'''
 
Á árunum sjöunda áratug átjándu aldar fór fram talsverð umræða um þjóðar arfleifð Íslendinga og hvernig menn skyldu fagna þúsund ára afmæli Íslands byggðar. Í ritinu [[Þjóðólfur | ''Þjóðólfi'']] var á árunum 1862-4 talsvert rætt um „Fornmenja og þjóðgripasafn.“ Sú umræða bar sterkan keim þjóðernisrómantíkur Íslendinga á þessum tíma.
 
'''Umræða í „Kvöldfélaginu 1860“'''
 
Um 1860 var stofnað í Reykjavík félag, sem nefndist „Leikhús andans“ en var seinna kallað „''Kvöldfélagið''.“ Í félaginu voru margir af fremstu andans mönnum bæjarfélagsins og komu þeir saman vikulega til þess að kappræða, eða flytja erindi um merkileg málefni.
 
Á félagsfundi þann 10. janúar 1863, hvatti [[Jón Árnason (1819) | Jón Árnason þjóðsagnasafnari]], og þá varaformaður félagsins, menn til að hugleiða hvernig Ingólfs Arnarsonar skyldi minnst, er 1000 ár væri liðin frá því að hann nam land. Vildi hann að félagið hefði forgöngu í þessu máli. Urðu um þetta miklar umræður og ákveðið var að Sigurður málari Guðmundsson skyldi flytja erindi í félaginu um þetta mál, en þeir Jón Þorkelsson rektor og Jón Árnason skyldu gera athugasemdir við tillögur hans.
 
Halldór Friðriksson skólakennari í Reykjavík hreyfði því í ''Þjóðólfi'', að í tilefni þúsund ára af mæli Íslands byggðar skyldi með fjársamskotum Íslendinga reisa hús í Reykjavík til geymslu menningargripa og fornmenja. Það væri til minningar um landnám Ingólfs og ætti að ljúka fyrir afmælið 1874.
 
'''Hugmyndir Sigurðar málara'''
 
Árið eftir, eða 12. ágúst 1864, birtist í sama blaði grein undir heitinu ''„Hugvekjur út af Þúsund ára landnámi Ingólfs og fyrstu byggingu Íslands,“'' undirrituð af „Nokkrum Íslendingum“, en talin vera eftir [[Sigurður málari | Sigurð málara]], þar sem lagt var til, að reisa líkneski af Ingólfi á Austurvelli. Kemur þar fyrst fram hugmyndin um líkneski Ingólfs. Greinarhöfundur vildi ...
Lína 26 ⟶ 32:
 
::''...„Margir kunna nú að kalla það Ioptkastala eina, að vér Íslendíngar höfum nokkur faung á að gjöra nokkra hæfilega minníngu Ingólfs og Íslandsbyggíngar, sökum fátæktar landsins óárans og annars, er þeir gætn tiltalið, er eyða vildi málinu ; en þessu er þó eigi svo háttað; því þó að slíkt fyrirtæki hefði talsverðan kostnað í för með sér, ef það ætti að vera sómasamlega af hendi leyzt, þá er það sannarlega engi ofætlun fyrir heila þjóð, þegar um sóma hennar er að tefla...“''
 
'''Aðgerðir Iðnaðarmannafélagsins 1906'''
 
Eftir þetta var oft talað um Ingólfsmyndina, en ekkert varð úr framkvæmdum fyrr en Iðnaðarmannafélagið tók málið að sér. Þann 17. september 1906 flutti Jón Halldórsson málið á fundi. Einar Jónsson, myndhöggvari, var þá kominn á sjónarsviðið sem þekktur listamaður og farinn að gera drög að líkneski Ingólfs. Nefnd var kosin, fé veitt úr félagssjóði og fjáröflun hafin. „En margir voru erfiðleikarnir og þó verst sundurlyndi manna um málið,“ segir í Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna árið 1941.
 
'''Líkneskið afhjúpað árið 1923'''
 
Það var fyrst í janúar 1923, að hafist var handa fyrir alvöru að steypa líkneskið og undirbúa staðinn á Arnarhóli. Og ári síðar eða í 24. febrúar 1924, kl. 3 eftir hádegi var líkneski Ingólfs afhjúpað að viðstöddum miklum mannfjölda. Formaður Iðnaðarmannafélagsins afhenti landsstjórninni það sem gjöf frá Iðnaðarmannafélaginu, en forsætisráðherra þakkaði. Um kvöldið hélt Iðnaðarmannafélagið síðan mikla veislu í húsi sínu.