„Arnarhóll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Dagvidur (spjall | framlög)
Bætt við texta um fornleyfarannsóknir
Lína 24:
Árið 1786 verður Reykjavík kaupstaður og er uppmæling gerð á Reykjavíkurlóðinni ári síðar. Í skjalinu vegna uppmælingarinnar kemur fram að konungur hefur ætlast til að Arnarhóllinn skuli leggjast til kaupstaðarlóðarinnar. Þetta fórst þó fyrir og Arnarhóll lenti fyrir utan Reykjavíkurlóðina. Upp kom deilumál og þurfti Reykjavíkurborg síðar meir að kaupa jörðina. Bæjarlandið var stækkað í febrúar 1835 er ýmsum bújörðum í nágrenninu, þar á meðal Arnarhóli, var bætt við það. Upp frá því hefur Arnarhóll tilheyrt bæjarfélaginu Reykjavík.
 
==Fornleifarannsóknir á Arnarhól==
Árið 1958 fór fram fyrsta eiginlega fornleifarannsóknin í Reykjavík en það var rannsókn á tröðum Arnarhóls. Þorkell Grímsson fornleifafræðingur stjórnaði rannsókninni. Tilefni rannsóknanna var að Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti þann 16. september 1955, að láta slíka rannsókn fara fram og að tröðunum yrði haldið við sem fornum minjum bæjarins, ef ástæða þætti til.51 Upphafsmaður að þessari tillögu var Lárus Sigurbjörnsson.
 
Megin niðurstaða rannsóknanna var að Arnarhólstraðir væru gamlar en á 18. öld var borin möl í traðirnar. Til beggja hliða var garður. Undir malarlaginu var lag, sem innihélt öskuleifar. Við rannsóknirnar fundust leirkersbrot, eitt járnstykki eða skeifa, beinaleifar úr fiski, sauðfé og stórgripum, auk móösku og viðarkola.
==Styttan af Ingólfi Arnarsyni==
 
Vegna væntanlega framkvæmda og breytinga á hönnun hólsins 1993 var farið í jarðsjármælingarnar á Arnarhóli. Megin niðurstaða jarðsjármælinganna var að engar öruggar fornleifar komu í ljós, sem ekki var hægt að sjá fyrir mælingarnar. En auk þess komu fram hugsanlegir veggir eða veggjabrot á nokkrum stöðum sem eru nú skráðir í fornaleifaskrá.
[[Mynd:Ingolfur02.jpg|thumb|right|200px| Stytta Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns á Arnarhóli í Reykjavík]]
 
Þegar framkvæmdir voru hafnar á Arnarhóli 1993 komu í ljós mun meiri fornleifar en búist hafði verið við. Það leiddi til verulegra rannsókana á háhólnum og eftirlits með framkvæmdum sem stóðu yfir í sex mánuði. Í ljós komu viðamiklar fornleifar á hólnum þar sem býlið Arnarhóll stóð, þar sem nú er stytta Ingólfs. Með fornleifaeftirlitinu var reynt að sneiða hjá fornleifum eins og hægt var, en mest var af rústum vestan og sunnan við hólinn.
 
 
[[Mynd:Ingolfur02.jpg|thumb|right|200px300px| Stytta Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns á Arnarhóli í Reykjavík]]
 
==Styttan af Ingólfi Arnarsyni==
 
Efst á Arnarhóli stendur [[Stytta af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli|stytta Ingólfs Arnarsonar]] landnámsmanns í Reykjavík. Hún er eftir [[Einar Jónsson]] myndhöggvara, sem reist var af Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavik og afhjúpuð þann 24. febrúar 1924. Hugmyndir að byggingu styttunnar má rekja til miðrar átjándu aldar. Styttan er eitt merkasta kennileiti Reykjavíkur.