„Arnarhóll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Bætt við texta
Dagvidur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 16:
Í rituðum heimildum er Arnarhóls og byggðarinnar þar sjaldan getið. Elsta frásögn af hólnum er frá 16. öld og virðist Arnarhólsjörðin þá vera sjálfstæð eign. Í heimildum kemur fram að jörðin er í eigu Hrafns Guðmundssonar bónda í Engey. Þann 27. mars 1534 gaf Hrafn síðan Viðeyjarklaustri jörðina með gjafabréfi. Það bréf er svo:
 
::''„Það geri eg, Hrafn Guðmundsson, heill að viti, en krankur á líkama, góðum mönnum kunnugt með þessu mínu opnu bréfi, að eg gef jörðina alla Arnarhól, er liggur á Seltjarnarnesi í Víkur kirkjusókn, heilögu klaustri í Viðey til ævinlegrar eignar, en mér til eilífs bænahalds, með þeim skilmála, að jörðin skal hvorki seljast né gefast frá klaustrinu, en tíundast ævinlega þar sem hún liggur, þeim mönnum hjáveröndum: húsfrúnni Þórey Narfadóttur, Guðbrandi Jónssyni og Ingjaldi Jónssyni. En ef guð gefur mér minn bata, heilsu og styrk, þá er fyrnefnd jörð, Amarhóll, mín eign og í minni umsjá svo lengi sem guð gefur mér lífdagana, en eftir mína framferð skal hún klaustursins eign vera, sem fyr segir".''
eilífs bænahalds, með þeim skilmála, að jörðin skal hvorki seljast né gefast frá klaustrinu, en tíundast ævinlega þar sem hún liggur, þeim mönnum hjáveröndum: húsfrúnni Þórey Narfadóttur, Guðbrandi Jónssyni og Ingjaldi Jónssyni. En ef guð gefur mér minn bata, heilsu og styrk, þá er fyrnefnd jörð, Amarhóll, mín eign og í minni umsjá svo lengi sem guð gefur mér lífdagana, en eftir mína framferð skal hún klaustursins eign vera, sem fyr segir".''
 
Ekki er víst að Hrafn hafi búið á Arnarhóli, en hann er seinasti bóndinn, sem á þá jörð. Nokkrum árum seinna kastaði konungur eign sinni á allar jarðir Viðeyjarklausturs, og þá hafa verið rofnir þeir skilmálar, sem Hrafn setti fyrir gjöfinni.