„Ingólfur Arnarson (stytta)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
→‎Saga: Jóni Árnasyni bætt við.
Lína 8:
 
Halldór Friðriksson skólakennari í Reykjavík hreyfði því í ''Þjóðólfi'', að í tilefni þúsund ára af mæli Íslands byggðar skyldi með fjársamskotum Íslendinga reisa hús í Reykjavík til geymslu menningargripa og fornmenja. Það væri til minningar um landnám Ingólfs og ætti að ljúka fyrir afmælið 1874.
 
Á fundi ''Kvöldfélagsins'' árið 1863 lagði Jón Árnason fram tillögu þess efnis að Ingólfi Arnarsyni yrði reistur minnisvarði á Arnarhóli.
 
Árið eftir, eða 12. ágúst 1864, birtist í sama blaði grein undir heitinu ''„Hugvekjur út af Þúsund ára landnámi Ingólfs og fyrstu byggingu Íslands,“'' undirrituð af „Nokkrum Íslendingum“, en talin vera eftir [[Sigurður málari | Sigurð málara]], þar sem lagt var til, að reisa líkneski af Ingólfi á Austurvelli. Kemur þar fyrst fram hugmyndin um líkneski Ingólfs. Greinarhöfundur vildi ...