„Ingólfur Arnarson (stytta)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Lína 25:
Það var fyrst í janúar 1923, að hafist var handa fyrir alvöru að steypa líkneskið og undirbúa staðinn á Arnarhóli. Og ári síðar eða í 24. febrúar 1924, kl. 3 eftir hádegi var líkneski Ingólfs afhjúpað að viðstöddum miklum mannfjölda. Formaður Iðnaðarmannafélagsins afhenti landsstjórninni það sem gjöf frá Iðnaðarmannafélaginu, en forsætisráðherra þakkaði. Um kvöldið hélt Iðnaðarmannafélagið síðan mikla veislu í húsi sínu.
 
== Verk Einars Jónssona rJónssonar==
Höggmyndin er verk [[Einar Jónsson | Einars Jónassonar]] (1874 -1954) sem talinn er fyrsti íslenski myndhöggvarinn. Hann nam við Konunglega listaakademíuna í [[Kaupmannahöfn | Kaupmannahöfn]] á árunum 1896-1899 hjá Wilhelm Bissen og Theobald Stein. Einar sýndi fyrst opinberlega verkið Útlagar á Vorsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og lagði þar grunninn að íslenskri höggmyndalist. Þjóðernisrómantík skilaði sér inn í verk Einars. Þjóðsagnararfurinn þjóð- og goðsöguleg minni, varð honum innblástur í mörgum verkum. Hann hafnaði gagnrýndi opinberlega klassíska list. Listamanninum bæri fremur að ryðja eigin brautir, þroska frumleika sinn og hugmyndaflug en feta ekki í fótspor annarra. Hugmyndir hans tengdust þýskri táknhyggju (symbolisma) og þróaði Einar myndmál sem birtist í þýðanlegum táknum, persónugervingum og allegóríum.