„Árskógsströnd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Dagvidur (spjall | framlög)
m Tengill lagaður
Lína 1:
'''Árskógsströnd''' er strandlengja og byggðarlag við vestanverðan [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]] sem nefnt er í höfuðið á býlinu [[Stærri-Árskógur|Stærra-Árskógi]]. Þar er kirkja sveitarinnar. Á ströndinni sem liggur á milli eyðibýlisins [[Hillur|Hillna]] í suðri og og nær að [[Hámundastaðaháls]]i í norðri eru tvö [[sjávarþorp]]: [[Litli-Árskógssandur]] (þaðan sem ferja siglir til [[Hrísey]]jar) og [[Hauganes]]. Árskógsströnd var sjálfstæður [[hreppur]], [[Árskógshreppur]], á milli [[1911]] og [[1998]] þegar hún sameinaðist [[Dalvíkurbyggð]]. Upp af Árskógsströnd skerst [[Þorvaldsdalur]] inn á milli fjallanna. Áður voru nokkrir bæir í dalnum. [[Þorvaldsá]] kemur úr [[Þorvaldsdalur| Þorvaldsdal]] og fellur til sjávar milli Litla-Árskógssands og Hauganess. [[Hitaveita Dalvíkur]] fær mest af vatni sínu úr borholum við [[Birnustaðaborgir]] upp af Hauganesi.
 
Á Árskógsströnd hvílir Hrærekur konungur, einn konunga í íslenskri mold, utan og ofan við Kálfskinnsbæina. Hrærekshóll er nú friðaður. Um hann kvað {Davíð Stefánsson] þjóðskáldið frá Fagraskógi, eitt af sínum kunnu ljóðum.