„Ingólfur Arnarson (stytta)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Dagvidur (spjall | framlög)
m Texti skásettur
Lína 15:
[[Mynd: Sigurdur-malari-1858.jpg|thumb|right|300px|Sigurður „málari“ Guðmundsson vildi „reisa gamla Ingólfi Arnarsyni ... heiðarlegan minnsvarða, þannig, að mynd hans í yfirnáttúrlegri stærð væri gjörð og steypt úr málmi og sett upp á háan steinstöpul... slíkr minnisvarði mjög fögr endrminníng þessa viðburðar, og gæti þar að auki í margar aldir staðið landi voru og Reykjavíkrbæ til sóma og prýðis.“]]
 
::''„... reisa gamla Ingólfi Arnarsyni sem vorum fyrsta Iandnámsmanni, og þeim, er fyrstr bygði Reykjavík, heiðarlegan minnsvarða, þannig, að mynd hans í yfirnáttúrlegri stærð væri gjörð og steypt úr málmi og sett upp á háan steinstöpul á miðju þessu torgi, og það letr á rist, »að minnisvarða þenna hefðu Íslendíngar reist íslands fyrsta landnámsmanni Ingólfi Arnarsyni árið 1874 í minníngu þess, að landið nú hefði bygt verið í þúsund ár«; því bæði væri slíkr minnisvarði mjög fögr endrminníng þessa viðburðar, og gæti þar að auki í margar aldir staðið landi voru og Reykjavíkrbæ til sóma og prýðis.“ ...''
 
::''„Líkneski þetta ætti síðan við almenna hátíð í Reykjavík, er þar bæri að halda í þessu efni á hentugum tíma sumarið 1874, að afhjúpa (afslöre), eins og venja er til erlendis, og mundi þá við það tækifæri ræður snjallar haldnar verða, veizlur og gleðisamkomur, eins og bezt væri faung á.“''
 
::''„... Vér verðum að sýna einhvern lit á að reisa honum minnisvarða, eins og svo alment hefir tíðkazt og enn tíðkast með eldri og ýngri siðuðum þjóðum, og er þá fyrst að íhuga, hvernig og hvar hann á að vera. Vér viljum þá fyrst snúa oss að því, hvar hann á að vera, og virðist oss þá svarið liggja beint við: þar sem forlögin vísuðu Ingólfi á bústað, eðr með öðrum orðum, þar sem öndvegissúlur hans rak á land að Arnarhóli. Það munu flestir verða því samdóma, að það sé hinn eini rétt tilkjörni staðr; því hvar er tilhlýðilegra að minnisvarði hans standi en á þeirri hæð við hans lögheimili, þar sem flestir útlendir menn koma að votta virðingu sína fyrir minningu hans ásamt oss? Menn eiga því hið allrabráðasta að fá handa landinu efstu nybbuna af Arnarhól til þessa fyrirtækis og einnig gángstig niðr að sjó, sem þarf að umgirða.“''
 
::''...„Margir kunna nú að kalla það Ioptkastala eina, að vér Íslendíngar höfum nokkur faung á að gjöra nokkra hæfilega minníngu Ingólfs og Íslandsbyggíngar, sökum fátæktar landsins óárans og annars, er þeir gætn tiltalið, er eyða vildi málinu ; en þessu er þó eigi svo háttað; því þó að slíkt fyrirtæki hefði talsverðan kostnað í för með sér, ef það ætti að vera sómasamlega af hendi leyzt, þá er það sannarlega engi ofætlun fyrir heila þjóð, þegar um sóma hennar er að tefla...“''
 
Eftir þetta var oft talað um Ingólfsmyndina, en ekkert varð úr framkvæmdum fyrr en Iðnaðarmannafélagið tók málið að sér. Þann 17. september 1906 flutti Jón Halldórsson málið á fundi. Einar Jónsson, myndhöggvari, var þá kominn á sjónarsviðið sem þekktur listamaður og farinn að gera drög að líkneski Ingólfs. Nefnd var kosin, fé veitt úr félagssjóði og fjáröflun hafin. „En margir voru erfiðleikarnir og þó verst sundurlyndi manna um málið,“ segir í Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna árið 1941.